Fótbolti

Rijkaard: Áfall að missa af Henry

NordicPhotos/GettyImages

Frank Rijkaard, þjálfari Barcelona, segir að það hafi verið mikið áfall fyrir félagið í sumar þegar því mistókst að krækja í framherjann Thierry Henry hjá Arsenal. Hann segist bjartsýnn á að Barca nái að halda í þá Ronaldinho og Samuel Eto´o þrátt fyrir þrálátan orðróm um að þeir séu að fara frá félaginu.

"Það var satt best að segja áfall að ná ekki að landa Henry, en við vitum svosem ekki hvort hann hefði meiðst hjá okkur eða ekki," sagði Rijkaard. Mikið er nú rætt um að Brasilíumaðurinn Ronaldinho sé á leið til Milan á Ítalíu en Rijkaard er bjartsýnn á að halda honum innan raða liðsins eins og öðrum lykilmönnum.

"Þegar bestu leikmenn liðsins eru hollir félaginu er ekki nauðsynlegt að gera miklar breytingar. Barcelona þarf ekki að gera neina byltingu. Vonandi verða Ronaldinho og Eto´o hér áfram og ég held að þeim líði vel hérna. Ronaldinho hefur til að mynda sett liðið á herðar sér í fjarveru þeirra Messi og Eto´o - og þó hann hafi kannski ekki spilað vel í hverjum einasta leik, hefur hann skorað mikið af mikilvægum mörkum. Nú fer að líða að því að hann komist í sitt allra besta form," sagði Rijkaard.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×