Innlent

Veitingahús og mötuneyti lækki verð

MYND/Getty Images
Neytendasamtökin gera þá kröfu að veitingahús og mötuneyti sem ekki hafa lækkað verð geri það þegar í stað. Lækkun virðisaukaskatts á matvæli er ætluð neytendum og ber seljendum að skila henni til þeirra. Samtökin telja allt annað óásættanlegt, eins og segir í frétt á vef Neytendasamtakanna. Fjöldi kvartana hefur borist og ljóst að margir neytendur muni sniðganga þau veitingahús sem ekki hafa lækkað verð.

Samtökin telja ekki ganga upp fyrir veitingahús að bera fyrir sig launahækkunum og hækkun frá birgjum, þar sem verslanir urðu fyrir sömu hækkunum.

Þá hefur einnig borið mikið á kvörtunum vegna mötuneyta, bæði í skólum og á vinnustöðum. Virðisaukaskattur er ekki lagður á mat sem seldur er í skólamötuneytum. Hráefnið sem keypt er vegna þeirra ber þó virðisaukaskatt, en hann lækkaði um mánaðarmótin og því eiga skólamötuneyti að lækka mat sem því nemur. Önnur mötuneyti eigi að lækka enn meira.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×