Innlent

Neytendaverðlaunin afhent í dag

Bónus hlaut Neytendaverðlaunin í fyrra.
Bónus hlaut Neytendaverðlaunin í fyrra.

Neytendaverðlaunin verða afhent í annað sinn í dag, á alþjóðadegi neytendaréttar. Það eru Neytendasamtökin og Bylgjan sem standa fyrir vali á fyrirtæki ársins en kosning fór fram á netinu.

Í forvali netkosningarinnar nefndu kjósendur eitt fyrirtæki sem þeir töldu verðskulda nafnbótina. Að því loknu völdu neytendur síðan eitt af 10 fyrirtækjum sem flest atkvæði hlutu í forvalinu.

Fyrirtækin eru Atlantsolía, Bónus, Fjarðarkaup, Húsasmiðjan, Iceland Express, IKEA, Krónan, Office 1, Rúmfatalagerinn og Sparisjóðirnir.

Verðlaunaafhendingin fer fram á Grand Hóteli við Sigtún klukkan 16 í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×