Innlent

Farið á bakvið hreyfihamlaða

Með setningu nýrrar reglugerðar er farið á bakvið hagsmunasamtök hreyfihamlaðra með afar ósmekklegum hætti. Þetta segir fulltrúi í Farartækjanefnd Sjálfsbjargar. Nýja reglugerðin gerir ráð fyrir að taka upp mat á því hvort bifreiðakaup hreyihamlaðra henti viðkomandi.

Með þessu telur Bergur Þorri Benjamínsson í farartækjanefnd að dómgreind styrkþega sé dregin í efa. Reglugerðin hafi ekki verið borin undir nefnd Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra, sem fjallar um þessi mál, né framkvæmdastjórn Sjálfsbjargar.

Bifreiðakaupastyrkir hreyfihamlaðra hafa rýrnað mikið. Engin hækkun hefur orðið á þeim í átta ár og er tími milli styrkveitinga mjög langur.

Í yfirlýsingu fré nefndinni mótmælir farartækjanefnd Sjálfsbjargar þessum vinnubrögðum heilbrigðisráðherra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×