Innlent

Langtímafjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar kynnt

Langtímafjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fram til ársins 2010 var nýverið samþykkt á bæjarstjórnarfundi. Í áætluninni eru ráðgerðar miklar framkvæmdir í bænum næstu ár. Þrátt fyrir mikinn kostnað er gert ráð fyrir rekstrarafgangi en rekstur bæjarsjóðs Seltjarnarness hefur farið batnandi milli ára. Niðurgreiðslu langtímalána bæjarfélagsins verður markvisst haldið áfram á tímabilinu.

Meðal þess sem Seltjarnarnesbúar mega vænta samkvæmt áætluninni er umfangsmikið átak við endurnýjun gatna og gangstétta, endurbætur við grunnskóla og sundlaug Seltjarnarness ásamt því að auknu fjármagni verði varið til endurbóta á íþróttahúsi og bílastæðum. Einnig er stefnt að byggingu nýs fimleikahúss, skolpdælustöðvar á sunnanverðu Seltjarnarnesi og að hreinsun á strandlengju Seltjarnarness ljúki á umræddu tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×