Innlent

3-400 störf á landsbyggðina

Þrjú til fjögurhundruð störf gætu lagst landsbyggðinni til á ári að mati formanns Samfylkingarinnar ef störf óháð staðsetningu væru auglýst sem slík.

Á fjölmennum borgarafundi á Ísafirði í gær var þess krafist að gripið yrði til sértækra aðgerða til að bjarga atvinnulífi á staðnum. Þingmenn og sveitarstjórnarmenn voru hvattir til að leggja flokkspólitísk ágreiningsefni til hliðar og sameinast um brýn úrlausnarefni í atvinnu- og byggðamálum. Formaður Samfylkingarinnar, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, sagði þar meðal annars að flytja þyrfti fleiri verkefni til sveitarfélaganna og auka sjálfstæði þeirra. Auk þess sagði hún að brýnast væri að bæta samgöngur á þremur svæðum á landinu, þar á meðal Vestfjörðum. Sem ekki væri komið inn í 21. öldina í samgöngumálum, en þangað þyrftu þeir að komast.

Þá taldi hún ríkinu í lófa lagið að fjölga störfum á landsbyggðinni. Um 25-30.000 störf væru hjá hinu opinbera og þau störf sem væru óháð staðsetningu þyrfti að auglýsa sem slík. Það gætu orðið um 3-400 störf á ári.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×