Innlent

Rafmagn og hiti hefur lækkað

Lágþrýstivél til rafmagnsframleiðslu í Hellisheiðarvirkjun mun líklega hafa frekari áhrif til lækkunar raforkuverðs.
Lágþrýstivél til rafmagnsframleiðslu í Hellisheiðarvirkjun mun líklega hafa frekari áhrif til lækkunar raforkuverðs. MYND/Vilhelm Gunnarsson

Raforkuverð hefur lækkað um þriðjung að raunvirði á áratug og heita vatnið um fjórðung. Sé miðað við launaþróun á tímabilinu er lækkunin 46 prósent á rafmagni og 36 prósent á hita. Þetta kemur fram í fréttabréfi Orkuveitu Reykjavíkur en þar er verðþróunin borin saman við byggingarvísitölu.

Orkuveitan kaupir nú 60 prósent þess rafmagns sem fyrirtækið selur í heildsölu. Hagkvæm eigin framleiðsla fyrirtækisins hefur gert fyrirtækinu mögulegt að hafa útsöluverð raforku lægra en heildsöluverð.

Útlit er fyrir áframhaldandi lækkun raforkuverðs með tilkomu nýrrar vélar og nýtingu jarðhita á Hellisheiði. Þá mun draga úr þörf Orkuveitunnar á aðkeyptu rafmagni og raforkuverð mun því líklega lækka frekar á næstu árum.

Að meðaltali verja fjölskyldur á höfuðborgarsvæðinu um 100 þúsund krónum á ári til orkukaupa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×