Innlent

Ísfirðingar vilja aðgerðir í atvinnumálum

Fullt var út úr dyrum á almennum borgarafundi á Ísafirði í dag þar sem þess var krafist að gripið yrði til sértækra aðgerða til að bjarga atvinnulífi á staðnum. Þingmenn og sveitarstjórnarmenn voru hvattir til að leggja flokkspólitísk ágreiningsefni til hliðar og sameinast um brýn úrlausnarefni í atvinnu- og byggðamálum.

Mikil stemning var á fundinum og komust færri í sæti en vildu. Líflegar umræður sköpuðust á fundinum sem lauk nú síðdegis með því að þeir þingmenn sem voru viðstaddir sammæltust um að hittast á morgun og ræða hvort hægt væri að sameinast um tillögur um atvinnumál á Vestfjörðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×