Sport

Ístölt á morgun á Svínavatni

Það má búast við hörku keppni á ístöltinu sem haldið verður á Svínavatni á morgun laugardag. Það stefnir í eitt af stærstu ísmótum sem haldin hafa verið hér á landi, en um 170 skráningar eru á mótið. Ráslitinn er prýddur bestu knöpum og hrossum landsins, má þar nefna Hans Kjerúlf sem mætir með Júpíter frá Egilsstaðabæ, Þórður Þorgeirsson er skráður til leiks með Tígul frá Gýgjarhóli í B flokk og Ás frá Ármóti í A flokk.

Anton Björn mun mæta með glæsihrossið Auði frá Hofi í tölt og stórbóndinn Siggi Sig mætir með Skuggabaldur frá Litla Dal í A flokk og Freyðir frá Hafsteinsstöðum í B flokk. Íslandsmeistarinn Þórarinn Eymundsson er skráður með Kraft frá Bringu og skeiðknapinn Logi Laxdal mætir á stóðhestinum Glym frá Sauðárkróki í B flokk.

Þetta er bara brot af því sem verður á ísnum og er fólki bent á að aðeins er um þriggja klukkustunda akstur frá Reykjavík á ísmótið sem haldið er rétt utan við Blönduós.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×