Fótbolti

Dregið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar

Leikmenn Liverpool fagna því að hafa komist áfram eftir að hafa lagt Barcelona samanlagt í tveimur viðureignum.
Leikmenn Liverpool fagna því að hafa komist áfram eftir að hafa lagt Barcelona samanlagt í tveimur viðureignum. MYND/AP

Dregið verður klukkan 11 í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu en drátturinn fer fram í Aþenu þar sem úrslitaleikur keppninnar fer fram þann 23. maí.

Þau lið sem eru í pottinum í dag eru Chelsea, Manchester United og Liverpool frá Englandi, ítölsku liðin AC Milan og Roma, spænska liðið Valencia, Bayern München frá Þýskalandi og hollenska liðið PSV. Engin röðun fer fram fyrir fram og geta því lið frá sama landi mætt hvort öðru.

Fylgst verður með drættinum á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×