Innlent

SUS gegn náttúruauðlindum sem þjóðareign

Stjórn Sambands ungra Sjálfstæðismanna leggst eindregið gegn því að sett verði inn í ákvæði stjórnarskrár, að kveðið sé á um að náttúruauðllindir séu þjóðareign.

Í ályktun stjórnarfundar segir að þjóðnýting hafi hvarvetna leitt til sóunar og lakari lífskjara.

Ungir Sjálfstæðismenn telja mikilvægt að skýrt verði kveðið á um, í frumvarpi formanna stjórnarflokkanna, að á engan hátt sé verið að raska eignarréttindum einstaklinga og lögaðila.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×