Philadelphia - LA Lakers í beinni á Sýn í kvöld 9. mars 2007 08:30 Kobe Bryant og félagar mæta Philadelphia 76ers í kvöld NordicPhotos/GettyImages Leikur Philadelphia 76ers og LA Lakers verður sýndur beint á Sýn á miðnætti í kvöld. Heimamenn í Philadelphia eiga vart von á góðu í leiknum í kvöld, þar sem Kobe Bryant mun snúa aftur eftir eins leiks bann og setur eflaust á svið góða sýningu í heimafylki sínu. Liðin hafa verið á ólíku róli í undanförnum leikjum og hér fyrir neðan er létt upphitun fyrir leik kvöldsins. Lið Philadelphia (23 sigrar - 38 töp) hefur verið á ágætu róli í deildinni á síðustu vikum og hefur spilamennskan aðeins batnað eftir að þeir Allen Iverson og Chris Webber fóru frá félaginu. Liðinu gekk afleitlega framan af vetri og var á tíma í botnsæti deildarinnar, en nú er öldin önnur. 76ers hefur unnið fimm leiki í röð í fyrsta sinn í vetur og er leikurinn í kvöld sá síðasti af sex í röð á heimavelli. Andre Iguodala hefur farið á kostum með liðinu í síðustu leikjum og náði þriðju þreföldu tvennu sinni á leiktíðinni þegar 76ers lagði Seattle á miðvikudagskvöldið. Hann skoraði 25 stig, hirti 11 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Lakers-liðið (33 sigrar - 29 töp) hefur ekki náð að sigra í Philadelphia síðan árið 2000. Mikil meiðsli hafa verið í herbúðum liðsins í vetur og byrjunarliðsmennirnir Lamar Odom og Luke Walton verða ekki með liðinu í nótt. Þá er varamiðherjinn Ronny Turiaf tæpur vegna meiðsla. Lakers hefur tapað fjórum leikjum í röð og 10 af síðustu 13. Það verður afar áhugavert að sjá hvernig Kobe Bryant stendur sig í leik kvöldsins, því hann kemur nú úr eins leiks banni fyrir að slá til andstæðings síns í annað sinn á tímabilinu. Bryant baðaði út höndunum og sló til Marko Jaric eftir að Jaric varði frá honum skot - en Bryant heldur því fram að hann hafi verið að reyna að fiska villu með látbragðinu. Aganefnd NBA deildarinnar keypti þessi rök ekki og nýjasta leikbanni hans fylgdu þau skilaboð að bannið yrði enn lengra ef svona lagað kæmi fyrir á ný. Síðast þegar Bryant sat af sér leik fyrir viðlíka brot (gegn Manu Ginobili hjá San Antonio) tók hann gremju sína út á næstu andstæðingum Lakers. Það kom í hlut Boston Celtics að kenna á Bryant í það skiptið og þá skoraði hann 43 stig, hirti 8 fráköst og gaf 8 stoðsendingar - og hitti úr 7 af 9 þriggja stiga skotum sínum. NBA Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Fleiri fréttir Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Sjá meira
Leikur Philadelphia 76ers og LA Lakers verður sýndur beint á Sýn á miðnætti í kvöld. Heimamenn í Philadelphia eiga vart von á góðu í leiknum í kvöld, þar sem Kobe Bryant mun snúa aftur eftir eins leiks bann og setur eflaust á svið góða sýningu í heimafylki sínu. Liðin hafa verið á ólíku róli í undanförnum leikjum og hér fyrir neðan er létt upphitun fyrir leik kvöldsins. Lið Philadelphia (23 sigrar - 38 töp) hefur verið á ágætu róli í deildinni á síðustu vikum og hefur spilamennskan aðeins batnað eftir að þeir Allen Iverson og Chris Webber fóru frá félaginu. Liðinu gekk afleitlega framan af vetri og var á tíma í botnsæti deildarinnar, en nú er öldin önnur. 76ers hefur unnið fimm leiki í röð í fyrsta sinn í vetur og er leikurinn í kvöld sá síðasti af sex í röð á heimavelli. Andre Iguodala hefur farið á kostum með liðinu í síðustu leikjum og náði þriðju þreföldu tvennu sinni á leiktíðinni þegar 76ers lagði Seattle á miðvikudagskvöldið. Hann skoraði 25 stig, hirti 11 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Lakers-liðið (33 sigrar - 29 töp) hefur ekki náð að sigra í Philadelphia síðan árið 2000. Mikil meiðsli hafa verið í herbúðum liðsins í vetur og byrjunarliðsmennirnir Lamar Odom og Luke Walton verða ekki með liðinu í nótt. Þá er varamiðherjinn Ronny Turiaf tæpur vegna meiðsla. Lakers hefur tapað fjórum leikjum í röð og 10 af síðustu 13. Það verður afar áhugavert að sjá hvernig Kobe Bryant stendur sig í leik kvöldsins, því hann kemur nú úr eins leiks banni fyrir að slá til andstæðings síns í annað sinn á tímabilinu. Bryant baðaði út höndunum og sló til Marko Jaric eftir að Jaric varði frá honum skot - en Bryant heldur því fram að hann hafi verið að reyna að fiska villu með látbragðinu. Aganefnd NBA deildarinnar keypti þessi rök ekki og nýjasta leikbanni hans fylgdu þau skilaboð að bannið yrði enn lengra ef svona lagað kæmi fyrir á ný. Síðast þegar Bryant sat af sér leik fyrir viðlíka brot (gegn Manu Ginobili hjá San Antonio) tók hann gremju sína út á næstu andstæðingum Lakers. Það kom í hlut Boston Celtics að kenna á Bryant í það skiptið og þá skoraði hann 43 stig, hirti 8 fráköst og gaf 8 stoðsendingar - og hitti úr 7 af 9 þriggja stiga skotum sínum.
NBA Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Fleiri fréttir Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Sjá meira