Fótbolti

Ótti og trú

Gordon Strachan, þjálfari Celtic
Gordon Strachan, þjálfari Celtic NordicPhotos/GettyImages

Gordon Strachan, þjálfari Celtic, segir sýna menn verða að hafa rétta blöndu af ótta og trú á sjálfa sig í kvöld þegar þeir sækja AC Milan heim í Meistaradeildinni. Fyrri leiknum í Skotlandi lauk með markalausu jafntefli.

"Þú verður að hafa trú á verkefninu ef þú ætlar að ná árangri, en ég vil líka að mínir menn séu dálítið hræddir við að tapa. Það stappar í þá stálinu og þetta verður mikil prófraun fyrir þá. Við komum ekki hingað til að spila upp á jafntefli, enda yrði það dauðadómur fyrir okkur," sagði Strachan, sem ætlar að reyna að hrista upp í hlutunum og gaf leikmönnum sínum frí frá æfingum í dag.

Celtic hefur tapað ellefu af síðustu tólf útileikjum sínum í Meistaradeildinni og hefur aldrei unnið sigur á ítölsku liði í keppninni í sex tilraunum.

Milan hefur náð frábærum árangri í Meistaradeildinni á undanförnum fimm árum og hefur þar verið í tveimur úrslitaleikjum og tvisvar náð í undanúrslit. Carlo Ancelotti segir sína menn ætla að sækja til sigurs í kvöld, en áskrifendur Vef TV á Vísi geta séð leikinn í beinni útsendingu hér á vefnum.

Líkleg byrjunarlið í kvöld: 

Milan: Dida; Massimo Oddo, Daniele Bonera, Paolo Maldini, Marek Jankulovski; Gennaro Gattuso, Andrea Pirlo, Massimo Ambrosini, Clarence Seedorf; Kaká; Filippo Inzaghi.

Celtic: Artur Boruc; Mark Wilson, Darren O'Dea, Stephen McManus, Lee Naylor; Shunsuke Nakamura, Evander Sno, Neil Lennon, Aiden McGeady; Kenny Miller, Jan Vennegoor of Hesselink.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×