Sport

Fyrstu vetrarleikar Sóta

Það var góð þátttaka í karla-og kvennaflokki á fyrstu vetrarleikum Sóta sem fóru fram á Kasthúsatjörn í dag. Þótt tvísýnt hafi verið um ís á tjörninni fór mótið fram eins og best verður á kosið og skapaðist mikil stemning á ísilagði tjörninni þegar gæðingar félagsins runnu eftir brautinni.



Engin skráning var í flokknum 16 ára og yngri og því varð Alexandra Ýr Kolbeins að keppa í kvennaflokki en hún gerði sér lítið fyrir og var í öðru sæti, aðeins 12 ára gömul! En úrslit urðu þannig:

Konur

1. Sigríður Birgisdóttir og Þokki frá Varmalæk

2. Alexandra Ýr Kolbeins og Sámur

3. Bergþóra Magnúsdóttir og Sindri

4. Steinunn Guðbjörnsdóttir og Hljómur frá Vindheimum

5. Katrine og Héla frá Skammbeinsstöðum

Karlar

1. Högni Steinn Gunnarsson og Djákni frá Búðarhóli

2. Snorri Finnlaugsson og Hugur frá Skáney

3. Haraldur Aikman og Byr frá Búlandi

4. Jörundur Jökulsson og Prestur frá Kirkjubæ

5. Magnús Ármannsson og Spori frá Leirubakka

100 m skeið

1. Arnar Ingi Lúðvíksson og Héla frá Skammbeinsstöðum 13.76

2. Magnús Ármannsson og Vera frá Búlandi 14.15

100 m brokk

1. Jörundur Jökulsson og Prestur frá Kirkjubæ




Fleiri fréttir

Sjá meira


×