Erlent

Fjórir létust þegar lest fauk af sporinu

Lestin fór út af sporinu klukkan klukkan tvö í nótt að staðartíma.
Lestin fór út af sporinu klukkan klukkan tvö í nótt að staðartíma. MYND/AP

Að minnsta kosti fjórir létust og 30 slösuðust þegar hluti kínverskrar farþegalestar fauk af sporinu í mjög öflugum vindhviðum í Kína í dag. Ellefu vagnar lestarinnar fuku af sporinu og gluggarúður brustu þegar fárviðri skall á í norðvesturhluta landsins. Haft er eftir embættismönnum að veðrið hafi skollið á stuttu eftir að lestin fór frá Turpan stöð í Xinjiang héraði.

Björgunarmenn segja að slasaðir hafi verið fluttir á sjúkrahús í nágrenninu. Svæðið er þekkt fyrir að vera vindasamt allt árið um kring. Í apríl árið 2001 feykti fárviðri einnig 11 vögnum af sporinu á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×