Innlent

Veita styrk fyrir öryggishnapp Securitas

Neyðarhnappurinn góði.
Neyðarhnappurinn góði. MYND/Sandgerðisbær
Sandgerðisbær hefur ákveðið að bjóða eldri borgurum og öryrkjum styrk til að fá sér öryggishnappinn frá Securitas. Styrkurinn getur numið meira en helmingi af þeim kostnaði sem fellur á hvern einstakling.

Á fundi bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar í haust var samþykkt samhljóða að allir íbúar bæjarins 67 ára og eldri og auk þess öryrkjar sem óska eftir öryggishnappi fái styrk frá bæjarfélaginu. Bærinn mun auk þess standa straum af kostnaði vegna uppsetningar. Eftir stendur aðeins áskrift að hnappinum, 1.350 krónur, sem notandinn greiðir mánaðarlega.

Öryggishnappur Securitas er einfalt og fyrirferðarlítið öryggistæki sem borið er á úlnlið eða um háls. Verði óhapp, slys eða veikindi er þrýst á hnappinn og berast þá samstundis boð til Neyðarlínunnar 112 og beint samband opnast við sérþjálfað starfsfólk.

Á annað þúsund öryggishnappa eru í notkun á landinu öllu og eru notendur fyrst og fremst eldri borgarar. Mikil öryggistilfinning er því samfara að hafa hnappinn við höndina, ekki síst er hefur hann orðið til að draga úr áhyggjum aðstandenda sem geta verið þess fullvissir að þeirra nánustu eru öllum stundum í öruggum höndum ef eitthvað kemur upp á.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×