Fótbolti

Beckham fær fjórfalt hærri laun en næsti maður

David Beckham græðir vel á því að fara frá Real til Bandaríkjanna.
David Beckham græðir vel á því að fara frá Real til Bandaríkjanna. MYND/Getty

Launin sem David Beckham mun fá hjá LA Galaxy fyrir það eitt að spila fótbolta eru um 370 milljónir á ári, eða rúmlega fjórum sinnum meira en næstlaunahæsti leikmaður deildarinnar, Juan Francisco Palencia hjá Chivas USA, fær á þessu tímabili.

Hins vegar er áætlað að heildartekjur Beckham á ári, þegar auglýsingastekjur eru reiknaðar í dæmið, nemi um 3,5 milljörðum.

Samkvæmt upplýsingum Washington Post var Palencia með töluvert hærri tekjur en næsti maður á listanum en sá er Landon Donovan hjá Galaxy með 60 milljónir á ári. Þessar upphæðir eru mjög litlar í samanburði við tekjur Beckham en þegar horft er á heildarmyndina líta launagreiðslur Palencia og Donovan út eins og hvert annað klink í vasa Beckham.

"Þessi upphæð er aðeins einn hluti af mjög flóknum launapakka, sem allir aðilar hafa óskað eftir að verið ekki gefinn upp," sagði Simon Oliveira, talsmaður Beckham, þegar hann var spurður um málið í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×