Innlent

Mikilvægi undirbúnings við sýningar erlendis

Útflutningsráð stendur fyrir námskeiði á Hótel Nordica á morgun um undirbúning og eftirfylgni við sýningar í útlöndum. Markmiðið er að undirstrika mikilvægi þessara þátta fyrir stjórnendur og starfsfólk útflutningsfyrirtækja auk þess að miðla reynslu annarra.

Jón Þorvaldsson framkvæmdastjóri eflis almannatengsla ehf er leiðbeinandi á námskeiðinu, en gestafyrirlesarar eru Magnea Guðmundsdóttir frá Bláa lóninu, Stella Björg Kristinsdóttir frá Marel og Svanur Þorvaldsson hjá Betware.

Nánari upplýsingar fást á vef útflutningsráðs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×