Atlanta skoraði ekki körfu í þriðja leikhluta 21. febrúar 2007 04:19 Chicago valtaði yfir Atlanta í nótt NordicPhotos/GettyImages Chicago hefur ekki gengið vel í NBA deildinni upp á síðkastið en liðið mætti vel einbeitt til leiks gegn Atlanta á heimavelli sínum í nótt. Chicago vann auðveldan 106-81 sigur og skoraði Atlanta öll 8 stig sín í þriðja leikhlutanum úr vítaskotum. Það hafði ekki mikið að segja fyrir Chicago í þessum leik að skorarinn Ben Gordon þyrfti að fara tognaður af velli í þriðja leikhlutanum, en þá klikkaði Atlanta á öllum 16 skotum sínum. Chris Duhon skoraði 17 stig fyrir Chicago í leiknum en Josh Childress skoraði 16 fyrir Atlanta. Allen Iverson lék á ný með Denver Nuggets eftir meiðsli en það hafði ekkert að segja gegn San Antonio þar sem Denver steinlá 95-80. Carmelo Anthony skoraði 15 stig fyrir Denver sem skoraði aðeins 10 stig í þriðja leikhluta og bjargaði andlitinu með 32 stigum í fjórða leikhlutanum þegar minni spámenn liðanna fengu að spreyta sig. Tony Parker skoraði 17 stig í jöfnu og sterku liði San Antonio, þar sem Tim Duncan spilaði ekki nema 25 mínútur. Washington lagði Minnesota á heimavelli 112-100 þar sem Gilbert Arenas hristi af sér slenið og skoraði 38 stig. Arenas hafði verið arfaslakur í síðustu leikjum og kom greinilega endurnærður úr stjörnuleiknum. Kevin Garnett var að vanda atkvæðamestur hjá Minnesota með 26 stig og 13 fráköst. Charlotte vann góðan sigur á New Orleans 104-100. Raymond Felton skoraði 21 stig og gaf 11 stoðsendingar fyrir Charlotte en Chris Paul skoraði 20 stig og gaf 7 stoðsendingar fyrir New Orleans í einvígi leikstjórnendanna sterku úr nýliðavalinu í hittifyrra. New York vann sigur á Orlando 100-94 þar sem New York vann 24. leikinn á tímabilinu og hefur þar með unnið fleiri leiki í vetur en allt tímabilið í fyrra. Jamal Crawford og Eddy Curry skoruðu 20 stig hvor fyrir New York en Dwight Howard skoraði 27 stig og hirti 14 fráköst fyrir Orlando. Detroit vann nauman sigur á Milwaukee 84-83 í beinni útsendingu á NBA TV, þar sem Michael Redd sneri aftur eftir meiðsli í liði Milwaukee. Chauncey Billups skoraði 19 stig fyrir Detroit en Charlie Bell var með 22 fyrir heimamenn. Portland batt enda á sigurgöngu Utah með 103-100 sigri á heimavelli. Utah var án tveggja sinna bestu leikmanna. Mehmet Okur skoraði 25 stig fyrir Utah en Brandon Roy skoraði 27 stig fyrir Portland. Sacramento lagði Boston 104-101 og var þetta 19. tap Boston í síðustu 20 leikjum. Paul Pierce skoraði 26 stig fyrir Boston en Kevin Martin skoraði 22 stig fyrir Sacramento. Seattle lagði Memphis 121-105 þar sem Mike Miller skoraði 20 stig fyrir Memphis en Rashard Lewis var með 34 stig fyrir Seattle. Loks sneri Steve Nash aftur í lið Phoenix sem burstaði LA Clippers á útivelli 115-90. Shawn Marion skoraði 31 stig og hirti 9 fráköst fyrir Phoenix en Corey Maggette skoraði 19 stig fyrir Clippers. NBA Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Íslenski boltinn Fleiri fréttir Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Sjá meira
Chicago hefur ekki gengið vel í NBA deildinni upp á síðkastið en liðið mætti vel einbeitt til leiks gegn Atlanta á heimavelli sínum í nótt. Chicago vann auðveldan 106-81 sigur og skoraði Atlanta öll 8 stig sín í þriðja leikhlutanum úr vítaskotum. Það hafði ekki mikið að segja fyrir Chicago í þessum leik að skorarinn Ben Gordon þyrfti að fara tognaður af velli í þriðja leikhlutanum, en þá klikkaði Atlanta á öllum 16 skotum sínum. Chris Duhon skoraði 17 stig fyrir Chicago í leiknum en Josh Childress skoraði 16 fyrir Atlanta. Allen Iverson lék á ný með Denver Nuggets eftir meiðsli en það hafði ekkert að segja gegn San Antonio þar sem Denver steinlá 95-80. Carmelo Anthony skoraði 15 stig fyrir Denver sem skoraði aðeins 10 stig í þriðja leikhluta og bjargaði andlitinu með 32 stigum í fjórða leikhlutanum þegar minni spámenn liðanna fengu að spreyta sig. Tony Parker skoraði 17 stig í jöfnu og sterku liði San Antonio, þar sem Tim Duncan spilaði ekki nema 25 mínútur. Washington lagði Minnesota á heimavelli 112-100 þar sem Gilbert Arenas hristi af sér slenið og skoraði 38 stig. Arenas hafði verið arfaslakur í síðustu leikjum og kom greinilega endurnærður úr stjörnuleiknum. Kevin Garnett var að vanda atkvæðamestur hjá Minnesota með 26 stig og 13 fráköst. Charlotte vann góðan sigur á New Orleans 104-100. Raymond Felton skoraði 21 stig og gaf 11 stoðsendingar fyrir Charlotte en Chris Paul skoraði 20 stig og gaf 7 stoðsendingar fyrir New Orleans í einvígi leikstjórnendanna sterku úr nýliðavalinu í hittifyrra. New York vann sigur á Orlando 100-94 þar sem New York vann 24. leikinn á tímabilinu og hefur þar með unnið fleiri leiki í vetur en allt tímabilið í fyrra. Jamal Crawford og Eddy Curry skoruðu 20 stig hvor fyrir New York en Dwight Howard skoraði 27 stig og hirti 14 fráköst fyrir Orlando. Detroit vann nauman sigur á Milwaukee 84-83 í beinni útsendingu á NBA TV, þar sem Michael Redd sneri aftur eftir meiðsli í liði Milwaukee. Chauncey Billups skoraði 19 stig fyrir Detroit en Charlie Bell var með 22 fyrir heimamenn. Portland batt enda á sigurgöngu Utah með 103-100 sigri á heimavelli. Utah var án tveggja sinna bestu leikmanna. Mehmet Okur skoraði 25 stig fyrir Utah en Brandon Roy skoraði 27 stig fyrir Portland. Sacramento lagði Boston 104-101 og var þetta 19. tap Boston í síðustu 20 leikjum. Paul Pierce skoraði 26 stig fyrir Boston en Kevin Martin skoraði 22 stig fyrir Sacramento. Seattle lagði Memphis 121-105 þar sem Mike Miller skoraði 20 stig fyrir Memphis en Rashard Lewis var með 34 stig fyrir Seattle. Loks sneri Steve Nash aftur í lið Phoenix sem burstaði LA Clippers á útivelli 115-90. Shawn Marion skoraði 31 stig og hirti 9 fráköst fyrir Phoenix en Corey Maggette skoraði 19 stig fyrir Clippers.
NBA Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Íslenski boltinn Fleiri fréttir Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Sjá meira