Sport

Castillo næsti andstæðingur Hattons

Castillo og Hatton stilltu sér upp fyrir ljósmyndara í síðasta mánuði þar sem þeir fóru báðir með sigur af hólmi í viðureignum sínum
Castillo og Hatton stilltu sér upp fyrir ljósmyndara í síðasta mánuði þar sem þeir fóru báðir með sigur af hólmi í viðureignum sínum NordicPhotos/GettyImages

Breski hnefaleikarinn Ricky Hatton fær erfiðan andstæðing næst þegar hann stígur inn í hringinn, en í dag var staðfest að hann mæti fyrrum heimsmeistaranum Jose Luis Castillo í Las Vegas þann 23. júní í sumar. Bardaginn verður í Thomas and Mack Center, höllinni sem hýsti stjörnuleikinn í NBA í nótt og tekur 17.000 manns í sæti.

Ricky Hatton er íslenskum hnefaleikaáhugamönnum að góðu kunnur og hugar nú á landvinninga í Bandaríkjunum. Castillo er ekki jafn þekktur en hann var þó í öðru aðalhlutverkinu í fyrra þegar hann barðist við Diego Corrales í einhverjum besta bardaga síðari ára.

Hnefaleikasérfræðingar eru á einu máli um að þetta verði erfiðasti bardagi Ricky Hatton á ferlinum síðan hann barðist við Kostya Tszyu árið 2005. Bardaginn í júní verður um IBO-beltið í veltivigt.

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×