Fótbolti

Cruyff: Framherjar Liverpool lykillinn gegn Barca

Peter Crouch er erfiður viðureignar í vítateignum
Peter Crouch er erfiður viðureignar í vítateignum NordicPhotos/GettyImages

Hollenska knattspyrnugoðið Johann Cryuff sem stýrði liði Barcelona til sigurs í Evrópukeppninni árið 1992 segir að þó lið Barcelona sé sigurstranglegra á pappírunum, geti framherjar Liverpool gert Börsungum lífið leitt þegar liðin mætast í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í næstu viku.

"Barcelona er líklega sterkara lið en Liverpool á pappírunum en það sem ég held að spænska liðið verði að passa í leikjunum er framherjar enska liðsins. Ég sá þá Peter Crouch og Dirk Kuyt spila um daginn og þeir eru sannarlega handfylli fyrir hvaða varnarmenn sem er. Þeir gætu átt eftir að reynast Barcelona erfiðir og á móti svoleiðis mönnum vill maður hafa boltann sem lengst inni á þeirra vallarhelmingi í leiknum. Ef Barca ætlar að fara að bakka eitthvað, verður hvert einasta innkast og fast leikatriði frá Liverpool mjög hættulegt," sagði Cruyff.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×