Jón Gerald telur brotið gegn sér 14. febrúar 2007 13:57 Jón Gerald við komuna í Héraðsdóm Reykjavíkur áður en honum var vísað úr dómssal. MYND/Björn Gíslason Jón Gerald Sullenberger segir brotið sé gegn grundvallarréttindum hans um að fá að vera viðstaddan yfirheyrslur yfir Jóni Ásgeiri Jóhannessyni í Baugsmálinu. Eftirfarandi er yfirlýsing sem Jón Gerald sendi fjölmiðlum: Réttlát og óhlutdræg málsmeðferð? Við aðalmeðferð í svokölluðu Baugsmáli þann 13. febrúar s.l. krafðist verjandi ákærða Jóns Ásgeirs Jóhannessonar að ég víki af dómþingi meðan skýrsla væri tekin af ákærða. Kröfu þessari mótmælti ég þar sem ég ætti skýlausan rétt lögum samkvæmt að vera viðstaddur aðalmeðferð í máli þar sem ég sætti ákæru um refsiverða háttsemi.. Þrátt fyrir mótmæli verjanda míns tók dómsformaður þá ákvörðun að ég skyldi víkja af þinginu meðan skýrsla væri tekin af ákærða Jóni Ásgeiri. Verjandi minn, krafðist rökstuðnings fyrir ákvörðuninni eða úrskurðar um að ég viki af þinginu. Dómsformaður neitaði að verða við þessum kröfum okkar og vísaði mér út með frekar dónalegum hætti. Þar sem þetta er opið þinghald og allir fjölmiðlar landssins viðstaddir þá er þessi ákvörðun Arngríms Ísbergs með öllu óskiljanleg, kanski treystir hann Morgunblaðinu betur með að koma á framfari þeim framburði sem Jón Ásgeiri ber fyrir dómi. Ég les þá bara Moggan. Málsmeðferð þessi sem ég þarf að sæta er bæði ranglát og óskiljanleg með öllu. Ákvörðun dómsformannsins um að ég skyldi víkja af þinginu er efnislega röng. Í 4.mgr. 129.gr. laga um meðferð opinberra mála segir að ákærði eigi rétt á að vera við aðalmeðferð máls. Dómari geti þó ákveðið að ákærði víki af þingi meðan skýrsla er tekin af vitni eða meðákærða ef nærvera hans geti verið sérstaklega íþyngjandi eða geti haft áhrif á framburð viðkomandi, sbr. 6.mgr. 59.gr. laganna. Þessar undantekningar frá meginreglunni um að ákærði eigi rétt á að vera viðstaddur aðalmeðferðina eiga augljóslega ekki við í máli þessu. Þá vekur það furðu og er í raun óskiljanlegt að það skuli vera neitað verða við kröfum um rökstuðning fyrir ákvörðuninni, sérstaklega í ljósi þess að ég hef engin lagaúrræði til að óska endurskoðunar á henni. Það hlýtur að vera réttmæt krafa að dómari rökstyðji ákvörðun sem er í andstöðu við meginreglur um rétt ákærðs manns til að vera viðstaddur aðalmeðferð í máli sínu. Það verður því ekki betur séð en að brotið sé gegn grundvallarréttindum mínum um að fá að vera viðstaddur aðalmeðferð í málinu og verja mig. Þegar litið er til alls þessa er skiljanlegt að ég dragi í efa óhlutdrægni dómsins í máli þessu eins og ég gerði þegar ég krafðist að dómsformaður viki sæti við meðferð þessa máls. Það er með öllu óskiljanlegt að dómarar sem tóku þá afstöðu í fyrra málinu, að framburður minn sem vitnis hefði minna sönnunargildi en ella þar sem ég bæri þungan hug til Jóns Ásgeirs, teljist ekki vanhæfir til að fara með mál þetta. Þegar dómarar hafa tekið slíka huglæga afstöðu við mat á framburði mínum eru gild rök til að draga óhlutdrægni þeirra í efa í máli þessu, sérstaklega þegar sömu aðila eiga í hlut og í fyrra málinu. Ekki minnkar sá efi þegar mér er nú vikið af þinginu án rökstuðnings. Jón Gerald Sullenberger Fréttir Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira
Jón Gerald Sullenberger segir brotið sé gegn grundvallarréttindum hans um að fá að vera viðstaddan yfirheyrslur yfir Jóni Ásgeiri Jóhannessyni í Baugsmálinu. Eftirfarandi er yfirlýsing sem Jón Gerald sendi fjölmiðlum: Réttlát og óhlutdræg málsmeðferð? Við aðalmeðferð í svokölluðu Baugsmáli þann 13. febrúar s.l. krafðist verjandi ákærða Jóns Ásgeirs Jóhannessonar að ég víki af dómþingi meðan skýrsla væri tekin af ákærða. Kröfu þessari mótmælti ég þar sem ég ætti skýlausan rétt lögum samkvæmt að vera viðstaddur aðalmeðferð í máli þar sem ég sætti ákæru um refsiverða háttsemi.. Þrátt fyrir mótmæli verjanda míns tók dómsformaður þá ákvörðun að ég skyldi víkja af þinginu meðan skýrsla væri tekin af ákærða Jóni Ásgeiri. Verjandi minn, krafðist rökstuðnings fyrir ákvörðuninni eða úrskurðar um að ég viki af þinginu. Dómsformaður neitaði að verða við þessum kröfum okkar og vísaði mér út með frekar dónalegum hætti. Þar sem þetta er opið þinghald og allir fjölmiðlar landssins viðstaddir þá er þessi ákvörðun Arngríms Ísbergs með öllu óskiljanleg, kanski treystir hann Morgunblaðinu betur með að koma á framfari þeim framburði sem Jón Ásgeiri ber fyrir dómi. Ég les þá bara Moggan. Málsmeðferð þessi sem ég þarf að sæta er bæði ranglát og óskiljanleg með öllu. Ákvörðun dómsformannsins um að ég skyldi víkja af þinginu er efnislega röng. Í 4.mgr. 129.gr. laga um meðferð opinberra mála segir að ákærði eigi rétt á að vera við aðalmeðferð máls. Dómari geti þó ákveðið að ákærði víki af þingi meðan skýrsla er tekin af vitni eða meðákærða ef nærvera hans geti verið sérstaklega íþyngjandi eða geti haft áhrif á framburð viðkomandi, sbr. 6.mgr. 59.gr. laganna. Þessar undantekningar frá meginreglunni um að ákærði eigi rétt á að vera viðstaddur aðalmeðferðina eiga augljóslega ekki við í máli þessu. Þá vekur það furðu og er í raun óskiljanlegt að það skuli vera neitað verða við kröfum um rökstuðning fyrir ákvörðuninni, sérstaklega í ljósi þess að ég hef engin lagaúrræði til að óska endurskoðunar á henni. Það hlýtur að vera réttmæt krafa að dómari rökstyðji ákvörðun sem er í andstöðu við meginreglur um rétt ákærðs manns til að vera viðstaddur aðalmeðferð í máli sínu. Það verður því ekki betur séð en að brotið sé gegn grundvallarréttindum mínum um að fá að vera viðstaddur aðalmeðferð í málinu og verja mig. Þegar litið er til alls þessa er skiljanlegt að ég dragi í efa óhlutdrægni dómsins í máli þessu eins og ég gerði þegar ég krafðist að dómsformaður viki sæti við meðferð þessa máls. Það er með öllu óskiljanlegt að dómarar sem tóku þá afstöðu í fyrra málinu, að framburður minn sem vitnis hefði minna sönnunargildi en ella þar sem ég bæri þungan hug til Jóns Ásgeirs, teljist ekki vanhæfir til að fara með mál þetta. Þegar dómarar hafa tekið slíka huglæga afstöðu við mat á framburði mínum eru gild rök til að draga óhlutdrægni þeirra í efa í máli þessu, sérstaklega þegar sömu aðila eiga í hlut og í fyrra málinu. Ekki minnkar sá efi þegar mér er nú vikið af þinginu án rökstuðnings. Jón Gerald Sullenberger
Fréttir Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira