Jón Ásgeir yfirheyrður í þrjá daga 12. febrúar 2007 12:32 Hádegishlé er í aðalmeðferð í Baugsmálinu en hún hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun með vitnisburði Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, forstjóra Baugs. Sérstakur ríkissaksóknari reiknar með að yfirheyra Jón Ásgeir í þrjá daga. Bæði verjendur og sækjendur lögðu fram ný gögn við upphaf aðalmeðferðar í morgun. Verjendur lögðu fram öllu meiri gögn og lýsti Sigurður Tómas Magnússon, sérstakur ríkissaksóknari, yfir að hann áskildi sér rétt til að kalla Jón Ásgeir aftur fyrir dóm vegna þeirra en ríkissaksóknari ætlar sér annars þrjá daga til að yfirheyra hann. Fyrst fór töluverður tími í að spyrja Jón Ásgeir almennra spurninga sem allar snertu reglur eða regluleysi innan Baugs á viðskiptum fyrirtækisins við fjárfestingafélagið Gaum, sem er í eigu Baugsfjölskyldunnar. Að því loknu tók ríkissaksóknari að spyrja út í einstakar lánveitingar Baugs til Gaums. Spurningum vegna þriggja ákæruliða, 2.,3 og 4., lauk fyrir hádegi en þar er Jóni Ásgeir gefið að sök að hafa látið Baug veita Gaumi lán samtals að upphæð ríflega 112 milljónir króna þegar Baugur var hlutafélag. Saksóknari reynir að sanna að þarna hafi verið um ólögleg lán að ræða. Jón Ásgeir hélt því hins vegar fram í dómi í morgun að í öllum tilvikum hafi verið um eðlileg viðskiptalán að ræða, þar sem Gaumur tók á sig upphafsáhættu fyrir Baug í viðskiptum með ný félög. Samanlagt er um að ræða upphæðir á bilinu þrjú til fjögur hundruð milljónir króna, þar sem hæsta upphæðin er 100 milljónir. Þegar vitnaleiðslum yfir Jóni Ásgeiri er lokið, verða aðrir sakborningar yfirheyrðir fyrir dómi og eftir það er komið af vitnum, sem verða um eitt hundrað. Baugsmálum er því langt í frá lokið. Fréttir Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira
Hádegishlé er í aðalmeðferð í Baugsmálinu en hún hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun með vitnisburði Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, forstjóra Baugs. Sérstakur ríkissaksóknari reiknar með að yfirheyra Jón Ásgeir í þrjá daga. Bæði verjendur og sækjendur lögðu fram ný gögn við upphaf aðalmeðferðar í morgun. Verjendur lögðu fram öllu meiri gögn og lýsti Sigurður Tómas Magnússon, sérstakur ríkissaksóknari, yfir að hann áskildi sér rétt til að kalla Jón Ásgeir aftur fyrir dóm vegna þeirra en ríkissaksóknari ætlar sér annars þrjá daga til að yfirheyra hann. Fyrst fór töluverður tími í að spyrja Jón Ásgeir almennra spurninga sem allar snertu reglur eða regluleysi innan Baugs á viðskiptum fyrirtækisins við fjárfestingafélagið Gaum, sem er í eigu Baugsfjölskyldunnar. Að því loknu tók ríkissaksóknari að spyrja út í einstakar lánveitingar Baugs til Gaums. Spurningum vegna þriggja ákæruliða, 2.,3 og 4., lauk fyrir hádegi en þar er Jóni Ásgeir gefið að sök að hafa látið Baug veita Gaumi lán samtals að upphæð ríflega 112 milljónir króna þegar Baugur var hlutafélag. Saksóknari reynir að sanna að þarna hafi verið um ólögleg lán að ræða. Jón Ásgeir hélt því hins vegar fram í dómi í morgun að í öllum tilvikum hafi verið um eðlileg viðskiptalán að ræða, þar sem Gaumur tók á sig upphafsáhættu fyrir Baug í viðskiptum með ný félög. Samanlagt er um að ræða upphæðir á bilinu þrjú til fjögur hundruð milljónir króna, þar sem hæsta upphæðin er 100 milljónir. Þegar vitnaleiðslum yfir Jóni Ásgeiri er lokið, verða aðrir sakborningar yfirheyrðir fyrir dómi og eftir það er komið af vitnum, sem verða um eitt hundrað. Baugsmálum er því langt í frá lokið.
Fréttir Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira