Fótbolti

Fimm leikja bann fyrir að hóta dómara lífláti

Aleksandar Rankovic er mjög skapvondur leikmaður.
Aleksandar Rankovic er mjög skapvondur leikmaður. MYND/AFP

Aleksandar Rankovic, serbneskur leikmaður sem spilar með ADO Den Haag í hollensku úrvalsdeildinni, hefur verið dæmdur í fimm leikja bann fyrir að hafa hótað dómaranum Kevin Blom lífláti í leik gegn Grétari Rafni Steinssyni og félögum í AZ Alkmaar þann 19. janúar síðastliðinn.

Rankovic fékk að líta rauða spjaldið frá Blom undir lok leiksins og var leikmaðurinn allt annað en sáttur við þá ákvörðun dómarans. Margir leikmenn heyrðu Rankovic segja við dómarann: "Ef ég sé þig í borginni á förnum vegi, þá drep ég þig." Þessi orð lét Rankovic falla í þann mund sem hann gekk af velli.

Piet van der Pol, stjórnarformaður hollenska félagsins, er miður sín vegna atviksins og segir leikmanninn miður sín vegna ummæla sinna. "Óviturleg orð voru látin falla. Leikmaðurinn hefur viðurkennt sök sína og tekur nú út refsingu sína."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×