Erlent

Hamas söm við sig

Hamas samtökin halda fast við að útrýma Ísraelsríki.
Hamas samtökin halda fast við að útrýma Ísraelsríki. MYND/AP

Hamas samtökin hvöttu í dag vesturlönd til þess að samþykkja nýja þjóðstjórn Palestínumanna, en sögðu um leið að þau muni aldrei viðurkenna Ísraelsríki, né hlíta friðarsamningum sem þegar hafi verið gerðir. Einn leiðtoga Hamas sagði að þeir gætu ekki viðurkennt Ísraelsríki vegna þess að það væri ekkert til sem héti Ísraelsríki.

Þetta boðar ekki gott fyrir hina nýju ríkisstjórn. Bandaríkin og Evrópusambandið hættu allri efnahagsaðstoð við Palestínumenn þegar Hamas vann sigur í þingkosningum á sjálfstjórnarsvæðunum. Lágmarkskrafa Mið-Austurlanda kvartettsins svokallaða er að Hamas viðurkenni Ísrael og afneiti ofbeldi. Í þessum kvartett eru Bandaríkin, Rússland, Evrópusambandið og Sameinuðu þjóðirnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×