Erlent

Leiðtogar Hamas komnir til Mecca

Haniyeh (t.v.), Meshal (í miðju) og Abdullah (t.h.) ræðast hér við í dag.
Haniyeh (t.v.), Meshal (í miðju) og Abdullah (t.h.) ræðast hér við í dag. MYND/AP
Leiðtogar Hamas samtakanna, Khaled Meshaal og Ismail Haniyeh, komu til Mecca í dag til þess að eiga viðræður við leiðtoga Fatah hreyfingarinnar, Mahmoud Abbas. Konungur Sádi-Arabíú, Abdullah, bauð til friðarviðræðnanna.

Abdullah hitti Abbas og Meshaal sitt í hvoru lagi í kvöld en viðræður aðilanna þriggja hefjast á morgun. Leiðtogarnir segjast vera bjartsýnir á að viðræðurnar geti leitt til þjóðarstjórnar í Palestínu.

Abbas hefur sagt að ef viðræðurnar gangi ekki vel gæti það endað í borgarastyrjöld í Palestínu. Alls hafa 63 Palestínumenn látið lífið í innbyrðisátökum Hamas og Fatah síðan 25. janúar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×