Erlent

Indverjar ræða við Google

MYND/AP
Google á nú í viðræðum við indversku ríkisstjórnina vegna Google Earth forritsins. Indversk yfirvöld eru hrædd um að of mikið sjáist á myndunum sem eru í Google Earth og að öfgamenn geti notað þær sem teikningar.

Stjórnvöld eru nú að búa til lista yfir þá staði sem eru hernaðarlega mikilvægir. Þá staði á síðan að skyggja í Google Earth forritinu. Sama hefur verið gert fyrir bandarísku ríkisstjórnina.

Hægt er að nálgast Google Earth forritið á internetinu og hala því niður á einkatölvur. Í því er hægt að sjá nákvæmar myndir af öllum heiminum. Nákvæmnin er allt frá 15 metrum niður í 15 sentimetra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×