Detroit herðir takið á Cleveland 5. febrúar 2007 02:22 Chauncey Billups keyrir hér framhjá hinum unga Daniel Gibson hjá liði Cleveland, sem þarf enn að fara í gegn um Detroit ef það ætlar sér að vinna Austurdeildina NordicPhotos/GettyImages Liðsmenn Detroit Pistons minntu LeBron James og félaga í Cleveland Cavaliers rækilega á það í nótt að liðið á enn nokkuð í að geta kallað sig stórveldi í Austurdeildinni. Detroit vann auðveldan útisigur á Cleveland 90-78 og var það fimmti sigur Detroit á Cleveland í röð í deildarkeppninni. Stjörnuleikmaðurinn Chauncey Billups skoraði 18 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir Detroit og Chris Webber og Rasheed Wallace bættu við 15 stigum hvor í frekar fyrirhafnarlitlum sigri Detroit, sem sló Cleveland naumlega út úr úrslitakeppninni í annari umferð á síðustu leiktíð. LeBron James skoraði 21 stig fyrir Cleveland, en bróðurpart stiganna skoraði hann þegar úrslit leiksins voru allt nema ráðin undir lokin. James hefur "aðeins" skorað rúm 23 stig að meðaltali í leik gegn Detroit síðan hann kom inn í deildina árið 2003 og er það þriðja lægsta meðaltal hans gegn nokkru liði í NBA. LeBron James viðurkenndi að Detroit liðið hefði ráðið ferðinni og sagði liðið hættulegra nú þegar það væri komið með Chris Webber í stað Ben Wallace, sem fór til Chicago Bulls í sumar. "Það var alltaf þægilegra í vörninni þegar Wallace var í liðinu, því maður gat þó litið af honum. Með tilkomu Webber eru þeir nú komnir með byrjunarlið þar sem hver einasti maður getur skorað 20 stig í hvaða leik sem er," sagði James, en Cleveland er í bullandi vandræðum þessa dagana eftir góða byrjun í haust. Detroit hefur unnið 15 leiki á útivelli og tapað aðeins 9 og er liðið með langbesta útivallaárangurinn í Austurdeildinni. Ekkert annað lið þar hefur unnið helming útileikja sinna eða meira. Fimm lið í Vesturdeildinni hafa 50% vinningshlutfall eða meira á útivöllum. Toronto á fínu skriði Aðeins tveir aðrir leikir fóru fram í NBA í nótt og lauk þeim frekar snemma vegna Superbowl leiksins í NFL. Toronto hélt áfram góðu gengi með því að vinna sannfærandi sigur á LA Clippers á heimavelli sínum 122-110. Chris Bosh skoraði 27 stig fyrir Kanadaliðið og sex leikmenn þess skoruðu 10 stig eða meira í þriðja sigri liðsins í röð. Cuttino Mobley skoraði 24 stig fyrir Clippers og Elton Brand skoraði 21 stig og hirti 10 fráköst. Toronto hefur fyrir vikið náð þriggja leikja forystu í slökum Atlantshafsriðlinum, sem jókst enn frekar þegar Atlanta lagði New Jersey í nótt. Toronto liðið er allt að smella saman eftir að hafa bætt við sig nýjum mannskap í sumar og eru Evrópumennirnir í liðinu að setja skemmtilegan svip á liðið í bland við þá amerísku. Liðið hefur ekki verið með jafngóða stöðu svo seint á keppnistímabili síðan á leiktímabilinu 2001-02. Sögulegur sigur Atlanta Atlanta lagði svo New Jersey 101-99 á útivelli þar sem Tyronn Lue tryggði Atlanta sigurinn með flautukörfu í enda framlengingar. Þetta var þriðji útisigur liðsins í röð, en þeim árangri hefur liðið ekki náð síðan í desember árið 2000. Atlanta hefur unnið fimm af síðustu sjö leikjum sínum og verður það að teljast ansi gott af þessu liði sem verið í kjallara deildarinnar í mörg ár. Það er kannski til marks um það hve veik Austurdeildin er um þessar mundir að þessi litla rispa Atlanta liðsins hefur orðið til þess að nú er liðið ekki nema um þremur leikjum frá Miami í keppni um síðasta sætið inn í úrslitakeppnina í Austurdeildinni. Joe Johnson skoraði 37 stig og gaf 8 stoðsendingar fyrir Atlanta í leiknum en Vince Carter skoraði 27 stig, gaf 8 stoðsendingar og hirti 7 fráköst fyrir New Jersey. NBA Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Íslenski boltinn Fleiri fréttir Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Sjá meira
Liðsmenn Detroit Pistons minntu LeBron James og félaga í Cleveland Cavaliers rækilega á það í nótt að liðið á enn nokkuð í að geta kallað sig stórveldi í Austurdeildinni. Detroit vann auðveldan útisigur á Cleveland 90-78 og var það fimmti sigur Detroit á Cleveland í röð í deildarkeppninni. Stjörnuleikmaðurinn Chauncey Billups skoraði 18 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir Detroit og Chris Webber og Rasheed Wallace bættu við 15 stigum hvor í frekar fyrirhafnarlitlum sigri Detroit, sem sló Cleveland naumlega út úr úrslitakeppninni í annari umferð á síðustu leiktíð. LeBron James skoraði 21 stig fyrir Cleveland, en bróðurpart stiganna skoraði hann þegar úrslit leiksins voru allt nema ráðin undir lokin. James hefur "aðeins" skorað rúm 23 stig að meðaltali í leik gegn Detroit síðan hann kom inn í deildina árið 2003 og er það þriðja lægsta meðaltal hans gegn nokkru liði í NBA. LeBron James viðurkenndi að Detroit liðið hefði ráðið ferðinni og sagði liðið hættulegra nú þegar það væri komið með Chris Webber í stað Ben Wallace, sem fór til Chicago Bulls í sumar. "Það var alltaf þægilegra í vörninni þegar Wallace var í liðinu, því maður gat þó litið af honum. Með tilkomu Webber eru þeir nú komnir með byrjunarlið þar sem hver einasti maður getur skorað 20 stig í hvaða leik sem er," sagði James, en Cleveland er í bullandi vandræðum þessa dagana eftir góða byrjun í haust. Detroit hefur unnið 15 leiki á útivelli og tapað aðeins 9 og er liðið með langbesta útivallaárangurinn í Austurdeildinni. Ekkert annað lið þar hefur unnið helming útileikja sinna eða meira. Fimm lið í Vesturdeildinni hafa 50% vinningshlutfall eða meira á útivöllum. Toronto á fínu skriði Aðeins tveir aðrir leikir fóru fram í NBA í nótt og lauk þeim frekar snemma vegna Superbowl leiksins í NFL. Toronto hélt áfram góðu gengi með því að vinna sannfærandi sigur á LA Clippers á heimavelli sínum 122-110. Chris Bosh skoraði 27 stig fyrir Kanadaliðið og sex leikmenn þess skoruðu 10 stig eða meira í þriðja sigri liðsins í röð. Cuttino Mobley skoraði 24 stig fyrir Clippers og Elton Brand skoraði 21 stig og hirti 10 fráköst. Toronto hefur fyrir vikið náð þriggja leikja forystu í slökum Atlantshafsriðlinum, sem jókst enn frekar þegar Atlanta lagði New Jersey í nótt. Toronto liðið er allt að smella saman eftir að hafa bætt við sig nýjum mannskap í sumar og eru Evrópumennirnir í liðinu að setja skemmtilegan svip á liðið í bland við þá amerísku. Liðið hefur ekki verið með jafngóða stöðu svo seint á keppnistímabili síðan á leiktímabilinu 2001-02. Sögulegur sigur Atlanta Atlanta lagði svo New Jersey 101-99 á útivelli þar sem Tyronn Lue tryggði Atlanta sigurinn með flautukörfu í enda framlengingar. Þetta var þriðji útisigur liðsins í röð, en þeim árangri hefur liðið ekki náð síðan í desember árið 2000. Atlanta hefur unnið fimm af síðustu sjö leikjum sínum og verður það að teljast ansi gott af þessu liði sem verið í kjallara deildarinnar í mörg ár. Það er kannski til marks um það hve veik Austurdeildin er um þessar mundir að þessi litla rispa Atlanta liðsins hefur orðið til þess að nú er liðið ekki nema um þremur leikjum frá Miami í keppni um síðasta sætið inn í úrslitakeppnina í Austurdeildinni. Joe Johnson skoraði 37 stig og gaf 8 stoðsendingar fyrir Atlanta í leiknum en Vince Carter skoraði 27 stig, gaf 8 stoðsendingar og hirti 7 fráköst fyrir New Jersey.
NBA Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Íslenski boltinn Fleiri fréttir Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Sjá meira