Erlent

Viðurkenna að herþyrlur hafi verið skotnar niður

William Caldwell, talsmaður Bandaríkjahers í Írak, ræðir við blaðamenn um þyrlurnar fjórar.
William Caldwell, talsmaður Bandaríkjahers í Írak, ræðir við blaðamenn um þyrlurnar fjórar. MYND/AP

Bandaríkjaher hefur viðurkennt að fjórar þyrlur sem hrapað hafa í Írak síðustu vikur hafi að líkindum verið skotnar niður. Alls hafa 20 manns týnt lífi í atvikunum fjórum.

Haft er eftir talsmanni Bandaríkjahers í Írak að herinn muni breyta áherslum sínum vegna þessa en spurningar hafa vaknað hvort uppreisnarmenn búi nú yfir betri vopnum sem dugi vel til að granda þyrlum. Alls hafa rúmlega 50 bandarískar herþyrlur hrapað til jarðar frá því að ráðist var inn í Írak árið 2003 en þær eru ýmist notaðar til að flytja menn og birgðir eða taka þátt í loftárásum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×