Erlent

Spilaðu eða deyðu

Þeir útvarpsstjórar sem ekki spiluðu plötur útgefandans, áttu ekki von á góðu.
Þeir útvarpsstjórar sem ekki spiluðu plötur útgefandans, áttu ekki von á góðu.

Tuttugu og átta ára gamall hljómplötuútgefandi í Svíþjóð hefur verið handekinn fyrir að hóta að drepa útvarpsstjóra á á útvarpsstöðvum sem ekki spiluðu tónlist hans. Hann hótaði þeim bæði í síma og með því að setja öskjur með skothylkjum á tröppurnar á heimilum þeirra. Nöfn útvarpsstjóranna voru skrifuð á öskjurnar.

Í einn útvarpsstjórann hringdi hann níutíu sinnum á tveimur klukkustundum. Þeim var svo brugðið að hann flutti á leynilegan stað ásamt fjölskyldu sinni. Margir útvarpsstjórar hafa nú tekið sig til og kært hinn ákafa útgefanda, sem hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Lögfræðingur hans vill ekki tjá sig um málið, nema hvað hann segir að skjólstæðingur hans segist saklaus.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×