Erlent

Tétsenar heiðra Krúsjoff

Nikita Krúsjoff.
Nikita Krúsjoff.

Tétesenar endurskírðu í dag torg í höfuðborg sinni Grozny, eftir Nikita Krúsjoff, fyrrverandi leiðtoga Sovétríkjanna. Ástæðan fyrir þessum heiðri er sú að fyrir fimmtíu árum leyfði Krúsjoff Tétsenum að snúa aftur heim til sín úr útlegð.

Fyrirrennari Krúsjoffs, Jósef Stalín, þurrkaði Tétseníu nánast út af landakortinu árið 1944 þegar hann flutti um eina milljón þeirra nauðungarflutningum til Síberíu og Mið-Asíu, fyrir meinta samvinnu við þjóðverja í síðari heimsstyrjöldinni. Tétsenar eru nú að endurreisa höfuðborg sína eftir tvö stríð við Rússa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×