Fótbolti

Xavi staðfestir áhuga Manchester United

Xavi segir United vera í reglulegu sambandi við umboðsmann sinn
Xavi segir United vera í reglulegu sambandi við umboðsmann sinn NordicPhotos/GettyImages

Miðjumaðurinn knái Xavi hjá Barcelona hefur staðfest að Manchester United hafi verið í reglulegu sambandi við umboðsmann sinn. Hann tekur það fram að hann sé samningsbundinn Barcelona og ítrekar að ef United hafi raunverulegan áhuga, verði félagið að setja sig í samband við forráðamenn Barcelona.

Xavi varð 27 ára í vikunni og viðurkenndi að hann hefði heyrt orðróm um sig í samtali við Sky sjónvarpsstöðina. "Manchester United hefur verið í sambandi við umboðsmann sinn en ef áhugi þeirra er raunverulegur, verður félagið að hafa samband við Barcelona. Ég hef heyrt að á Englandi séu menn að tala um að félögin skipti á mér og Cristiano Ronaldo, en ég veit ekki hvort félögin hafa rætt þetta sín á milli," sagði Xavi.

Manchester United hefur lengi verið á höttunum eftir miðjumanninum Owen Hargreaves hjá Bayern Munchen, en það leiðindamál virðist vera siglt í strand og því er aldrei að vita nema félagið beini sjónum sínum að spænska landsliðsmanninum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×