Fótbolti

Beckham verður hverrar krónu virði

Sala keppnistreyja LA Galaxy hefur rokið upp úr öllu valdi eftir að tilkynnt var um komu David Beckham til liðsins í sumar.
Sala keppnistreyja LA Galaxy hefur rokið upp úr öllu valdi eftir að tilkynnt var um komu David Beckham til liðsins í sumar. MYND/AFP

David Beckham mun standa undir hverri krónu sem hann fær fyrir að hafa skrifað undir fimm ára samning við bandaríska liðið LA Galaxy fyrir skemmstu. Þessu heldur Alexei Lalas, forseti Galaxy, fram og bætir við að Beckham hafi þegar fært félaginu töluverðar tekjur.

"Ef þú vilt eitthvað stórkostlegt þá þarftu að borga fyrir það. Þannig er það alltaf," segir Lalas. "Hver einasta króna sem við borgum Beckham verður val varið."

Lalas segir útilokað að Beckham komi til Los Angeles fyrr en í sumar en að félagsskipti hans hefðu þegar haft gríðarleg áhrif á stöðu Galaxy á heimsvísu.

"Allt í einu þekkja flestir fótboltaáhugamenn okkar lið. Síðum við tilkynntum um samninginn höfum við selt þúsundir keppnistreyja, ársmiða á völlinn og annara minjagripa sem snúa að liðinu. Hann hefur fært okkur miklar tekjur þrátt fyrir að það sé langt í að hann spili fyrir okkur," sagði Lalas og brosti breitt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×