Erlent

Myrtar til að vera giftar

Þrír menn í Kínva voru handteknir fyrir að hafa myrt tvær konur og selt líkin sem „Líkbrúðir" Samkvæmt gömlum kínverskum hefðum boðar það ekki gott ef ungir menn deyja án þess að hafa gift sig og þess vegna hefur það verið stundað að grafa látnar konur við hliðina á þeim til þess að þeir fái notið þeirra í framhaldslífinu.

Mennirnir þrír voru bændar í fjárnauð. Í fyrra skiptið fóru þeir til fátækrar fjölskyldu og keyptu af þeim dóttur þeirra. Fjölskylda hennar og hún héldu að það ætti að selja hana í hjónaband. Annað fórnarlambið var vændiskona. Bændurnir seldu síðan lík kvennanna til útfararstjóra sem bauð viðskiptavinum sínum upp á „Líkbrúðir."

Þegar höfuðpaurinn var handtekinn sagði hann „Ef ég hefði ekki klúðrað þessu í byrjun, var ég búinn að leggja á ráðin um nokkur í viðbót."

Kínverska lögreglan segir að þessi siður sé útbreiddari en margan gruni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×