Fótbolti

Calderon baðst afsökunar

NordicPhotos/GettyImages
Sérstakur krísufundur var haldinn í herbúðum Real Madrid í dag þar sem forseti félagsins Ramon Calderon bað David Beckham og aðra leikmenn liðsins afsökunar á ummælum sem hann lét falla um Beckham á dögunum. Calderon kallaði Beckham lélegan leikara sem ekkert lið kærði sig um að fá í sínar raðir.

"Við héldum fund í dag og þar baðst forsetinn afsökunar á orðum sínum um daginn. Þetta var góður fundur, en þó sumir leikmenn hafi verið sárari en aðrir, er það mikilvægt fyrir félagið í heild að þessum málum sé kippt í lag og að svona lagað eigi sér ekki stað aftur," sagði fyrirliðinn Raul í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×