Sport

Ullrich á að snúa aftur til æfinga

NordicPhotos/GettyImages

Erik Zabel, fyrrum liðsfélagi hjólreiðakappans Jan Ullrich, segir að honum ætti í það minnsta að vera gert kleift að æfa á meðan ekki þykir fullsannað að hann hafi neytt ólöglegra lyfja. Ullrich var rekinn frá liði T-mobile eftir að rannsókn var hrundið á stað í tengslum við harðar ásakanir um lyfjamisnotkun.

"Ullrich og Ivan Basso og þessir menn ættu enn að mega æfa sig þó það myndi eflaust vekja upp mikið umtal. Á meðan ekki liggja fyrir formlegar sannanir fyrir því að þeir hafi misnotað lyf - ættu þeir að fá að æfa í friði. Ég held að menn ættu að reyna að drífa sig í að komast til botns í þessu máli, því það er slæmt fyrir keppendurna og íþróttina í heild ef þetta mál dregst lengur," sagði Zabel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×