Nasdaq þrýstir á hluthafa LSE 8. janúar 2007 09:10 Breska kauphöllin í Lundúnum. Mynd/AFP Stjórn bandaríska hlutabréfamarkaðarins Nasdaq hefur þrýst á hluthafa í bresku kauphöllinni í Lundúnum (LSE) að þeir láti þvermóðsku stjórnar LSE ekki trufla sig og taki tilboði Nasdaq í markaðinn. Nasdaq telur LSE geta neyðst til að lækka gjöld sín vegna aukinnar samkeppni, ekki síst vegna stofnunar nýs hlutabréfamarkaðar í Evrópu sem fengið hefur heitið Project Turquoise. Nasdaq hefur leitast nokkrum sinnum við að renna saman við bresku kauphöllina. Tilraunirnar hafa fram til þess verið árangurslausar þar eða stjórn LSE hefur vísað öllum tilboðum á bug með tilvísan í framtíðarhorfur markaðarins. Nasdaq fer nú þegar með tæpan 30 prósenta hlut í LSE. Breska dagblaðið Telegraph vitnar í dag til tilkynningar sem stjórn Nasdaq sendi hluthöfum LSE fyrir skömmu en þar segir að þar sem sjö fjárfestingabankar hafi ákveðið að stofna nýjan hlutabréfamarkað í Evrópu geti svo farið að komið verði í veg fyrir framtíðarvöxt LSE. Gæti svo farið að markaðurinn breski þurft að neyðast til að lækka gjöld sín vegna þessa. Telegraph segir sömuleiðis líkur á að hluthafar ætli að halda að sér höndum og sjá til hvort Nasdaq hækkar yfirtökutilboð sitt. Hins vegar kemur fram að svo kann ekki að vera. Tilboðið hljóðar upp á 2,7 milljarða punda eða tæpa 370 milljarða íslenskra króna. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Stjórn bandaríska hlutabréfamarkaðarins Nasdaq hefur þrýst á hluthafa í bresku kauphöllinni í Lundúnum (LSE) að þeir láti þvermóðsku stjórnar LSE ekki trufla sig og taki tilboði Nasdaq í markaðinn. Nasdaq telur LSE geta neyðst til að lækka gjöld sín vegna aukinnar samkeppni, ekki síst vegna stofnunar nýs hlutabréfamarkaðar í Evrópu sem fengið hefur heitið Project Turquoise. Nasdaq hefur leitast nokkrum sinnum við að renna saman við bresku kauphöllina. Tilraunirnar hafa fram til þess verið árangurslausar þar eða stjórn LSE hefur vísað öllum tilboðum á bug með tilvísan í framtíðarhorfur markaðarins. Nasdaq fer nú þegar með tæpan 30 prósenta hlut í LSE. Breska dagblaðið Telegraph vitnar í dag til tilkynningar sem stjórn Nasdaq sendi hluthöfum LSE fyrir skömmu en þar segir að þar sem sjö fjárfestingabankar hafi ákveðið að stofna nýjan hlutabréfamarkað í Evrópu geti svo farið að komið verði í veg fyrir framtíðarvöxt LSE. Gæti svo farið að markaðurinn breski þurft að neyðast til að lækka gjöld sín vegna þessa. Telegraph segir sömuleiðis líkur á að hluthafar ætli að halda að sér höndum og sjá til hvort Nasdaq hækkar yfirtökutilboð sitt. Hins vegar kemur fram að svo kann ekki að vera. Tilboðið hljóðar upp á 2,7 milljarða punda eða tæpa 370 milljarða íslenskra króna.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira