Sport

Íslenskir hestar á stórsýningu Apassionata

Apassionata er ein af stærstu hestasýningum í heimi og ein stórkostlegasta upplifun sem nokkur hestamaður getur upplifað. Á sýningarprógrammi fyrir Evrópu eru íslenskir hestar og er það Styrmir Árnason sem sér um program íslensku hestanna á sýningunni. Sýningaratriði íslenska hópsins er stórfenglegt og hefst það með víkingaskipi sem rennur inn í höllina, svo blása hverir og á sviðinu er glóandi hraun.



Síðasta sýning var haldin í Amsterdam núna á milli jóla og nýárs og voru 30.000 manns sem heimsóttu sýninguna. Það er Ásdís Halla sem syngur á meðan íslenska atriðið er sýnt. Næsta sýning verður haldin í febrúar. Á Vef TV Hestafrétta eru komin inn nokkur myndbönd frá sýningunni en því miður þá fannst ekki myndband af íslenska atriðinu.

Fara á Vef TV




Fleiri fréttir

Sjá meira


×