Engin aðstaða fyrir börnin Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar 19. desember 2007 00:01 Mörg fyrirtæki hér á landi hafa skýra stefnu um sveigjanleika gagnvart barnafólki. Stundum kemur fyrir að starfsfólk fyrirtækjanna þurfi að koma með börnin með sér í vinnuna. Aðstaðan fyrir þau er hins vegar af skornum skammti. Markaðurinn/GVA Við eigum góða að,“ segir Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri greiningar Glitnis. Hann á fjögur börn, allt frá sex mánaða til ellefu ára, og er eiginkona hans í fæðingarorlofi. Sjálfur tók hann gott fæðingarorlof í sumar. „Lykillinn fyrir mann eins og mig er að hafa borið gæfu til að eiga konu sem er heimavinnandi eins og er og hefur verið í störfum með sveigjanlegan vinnutíma. Álagið á konuna mína er engu að síður miklu meira en á mig. Það er heljarinnar vinna,“ segir Almar, sem ferðast mikið til útlanda í tengslum við vinnuna. „En ég reyni að gera mitt besta, bæði að morgni dags og þegar eitthvað kemur upp á,“ segir hann en bætir við að mikilvægt sé að eiga góðan bakhjarl í öfum og ömmum barnanna. „Annars yrði þetta mjög erfitt.“ Anna Katrín Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Póstsins, tekur í sama streng. Nokkrum sinnum komi fyrir að sjö ára sonur hennar þurfi að vera heima, svo sem á starfsdögum, í vetrarfríum og svo framvegis. „Hann á góðan afa og ömmu sem eru hætt að vinna og oft er hann þar,“ segir hún en bætir við að vetrarfrí, sem eru tvisvar á ári og ná yfir fimmtudaga og föstudaga, nýti fjölskyldan betur. „Þá nýtum við hluta af sumarfríunum okkar og förum eitthvert, skiptum um umhverfi og förum í bústað, út á land eða til útlanda,“ segir hún. Þau Almar og Katrín segja það skýrt markmið hjá fyrirtækjum sínum að barnafólk hafi sveigjanleika til að sinna fjölskyldu sinni og börnum. Oft komi fyrir að börn sjáist á vinnustaðnum. Almar tekur þó fram að það gerist iðulega utan háannatíma, oftast eftir lokun markaða klukkan fjögur. „Þetta er yfirleitt í skemmri tíma til að brúa ákveðið bil,“ segir Katrín. Þau segja bæði aðstöðuna hins vegar litla fyrir börn en í besta falli geti þau sest niður við tölvu og horft þar á mynddisk eða litað í bók. Þetta er í samræmi við það sem stjórnendur og starfsmenn annarra fyrirtækja sögðu í samtali við Markaðinn en mörg fyrirtæki, svo sem bankarnir og Pósturinn, fengu aðkeypta gæslu fyrir börn þegar verkföll voru í skólum fyrir nokkrum árum. Fá ef engin leikföng eru hins vegar til staðar fyrir börnin nema ef vera skyldi í húsakynnum Capacent en þar má finna dótakassa, að því er næst verður komist. Héðan og þaðan Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Við eigum góða að,“ segir Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri greiningar Glitnis. Hann á fjögur börn, allt frá sex mánaða til ellefu ára, og er eiginkona hans í fæðingarorlofi. Sjálfur tók hann gott fæðingarorlof í sumar. „Lykillinn fyrir mann eins og mig er að hafa borið gæfu til að eiga konu sem er heimavinnandi eins og er og hefur verið í störfum með sveigjanlegan vinnutíma. Álagið á konuna mína er engu að síður miklu meira en á mig. Það er heljarinnar vinna,“ segir Almar, sem ferðast mikið til útlanda í tengslum við vinnuna. „En ég reyni að gera mitt besta, bæði að morgni dags og þegar eitthvað kemur upp á,“ segir hann en bætir við að mikilvægt sé að eiga góðan bakhjarl í öfum og ömmum barnanna. „Annars yrði þetta mjög erfitt.“ Anna Katrín Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Póstsins, tekur í sama streng. Nokkrum sinnum komi fyrir að sjö ára sonur hennar þurfi að vera heima, svo sem á starfsdögum, í vetrarfríum og svo framvegis. „Hann á góðan afa og ömmu sem eru hætt að vinna og oft er hann þar,“ segir hún en bætir við að vetrarfrí, sem eru tvisvar á ári og ná yfir fimmtudaga og föstudaga, nýti fjölskyldan betur. „Þá nýtum við hluta af sumarfríunum okkar og förum eitthvert, skiptum um umhverfi og förum í bústað, út á land eða til útlanda,“ segir hún. Þau Almar og Katrín segja það skýrt markmið hjá fyrirtækjum sínum að barnafólk hafi sveigjanleika til að sinna fjölskyldu sinni og börnum. Oft komi fyrir að börn sjáist á vinnustaðnum. Almar tekur þó fram að það gerist iðulega utan háannatíma, oftast eftir lokun markaða klukkan fjögur. „Þetta er yfirleitt í skemmri tíma til að brúa ákveðið bil,“ segir Katrín. Þau segja bæði aðstöðuna hins vegar litla fyrir börn en í besta falli geti þau sest niður við tölvu og horft þar á mynddisk eða litað í bók. Þetta er í samræmi við það sem stjórnendur og starfsmenn annarra fyrirtækja sögðu í samtali við Markaðinn en mörg fyrirtæki, svo sem bankarnir og Pósturinn, fengu aðkeypta gæslu fyrir börn þegar verkföll voru í skólum fyrir nokkrum árum. Fá ef engin leikföng eru hins vegar til staðar fyrir börnin nema ef vera skyldi í húsakynnum Capacent en þar má finna dótakassa, að því er næst verður komist.
Héðan og þaðan Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira