Planet Terror - Fjórar stjörnur Roald Viðar Eyvindsson skrifar 4. ágúst 2007 00:01 Leikstjórn: Robert Rodriguez. Leikur: Rose McGowan, Jeff Fahey, Michael Biehn og fleiri. Miklar vonir voru bundnar við tvíeykis-mynd leikstjóranna Quentin Tarantino og Robert Rodriguez, Grindhouse, þegar hún var frumsýnd vestanhafs fyrr á árinu. Skemmst frá því að segja að hún olli töluverðum vonbrigðum, sem sést meðal annars af dræmri aðsókn, og í kjölfarið var ákveðið að sýna hana í tveimur hlutum í Evrópu. Mynd Tarantinos, Grindhouse: Death Proof, var frumsýnd á Íslandi júlí mánuði og fékk misjöfn viðbrögð. Var myndin meðal annars gagnrýnd fyrir óvenjulega slöpp samtöl af hálfu leikstjórans, hæga uppbyggingu og lítið ofbeldi, sérstaklega í ljósi þeirrar hefðar ofbeldismynda sem myndin sækir í. Nokkrum vikum síðar fylgir mynd Rodriguez í kjölfarið með sína mynd Grindhouse: Planet Terror, sem er vel við hæfi þar sem hún gerist á eftir Death Proof. Er það kunngjört með ýmsu móti í myndinni. Persónur úr fyrri myndinni öðlast til dæmis aukið vægi í þeirri seinni og á einum stað er dauða einnar söguhetjunnar úr Death Proof sérstaklega minnst. Þess utan er óhætt að segja að Rodriguez kjósi að fara þveröfuga leið en Tarantino. Planet Terror segir frá því þegar íbúar lítils smábæjar neyðast til að leggja ágreiningsefni sín til hliðar og snúa bökum saman til að verjast árás uppvakninga, sem venju samkvæmt reynast einkar sólgnir í mannakjöt og þá sér í lagi heila. Varla eru fimm mínútur liðnar af myndinni þegar blóðið byrjar að flæða og eftir það er Rodriguez ekkert að tvínóna við að koma ofbeldinu og viðbjóðnum til skila. Menn eru ýmist aflimaðir eða myrtir eða bara hvoru tveggja og erfitt að segja til um hverji komi til með að lifa blóðbaðið af. Gagnstætt því sem margir gætu talið er gildi myndarinnar ekki fólgið í öllu þessu ofbeldinu, þótt það setji vissulega sinn sjarma á hana. Þvert á móti er frásögnin keyrð áfram af einstakri frásagnargleði, spennu og hæfilegu magni af ósmekklegum bröndurum. Undirritaður man varla eftir að hafa hlegið eins mikið í bíó það sem af er árs. Samtöl, sem hafa hingað til ekki alltaf verið sterkasta hlið Rodriguez, eru síðan vel skrifuð og skemmtilega oftúlkuð af leikurunum, sem standa sig með sóma. Þar fer Rose McGowan fremst í flokki í hlutverki uppgjafar gógó-dansarans Cherry Darling, sem reynist einkum úrræðagóð í murrka lífið úr skrímsunum. Þegar öllu er á botninn hvolft er óhætt að mæla með Planet Terror, þótt viðkvæmar sálir ættu kannski að halda sér heima, og Rodriguez er að fullu fyrirgefið fyrir að hafa sent frá sér hina afleitu The Adventures of Sharkboy and Lavagirl 3-D árið 2005. Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Miklar vonir voru bundnar við tvíeykis-mynd leikstjóranna Quentin Tarantino og Robert Rodriguez, Grindhouse, þegar hún var frumsýnd vestanhafs fyrr á árinu. Skemmst frá því að segja að hún olli töluverðum vonbrigðum, sem sést meðal annars af dræmri aðsókn, og í kjölfarið var ákveðið að sýna hana í tveimur hlutum í Evrópu. Mynd Tarantinos, Grindhouse: Death Proof, var frumsýnd á Íslandi júlí mánuði og fékk misjöfn viðbrögð. Var myndin meðal annars gagnrýnd fyrir óvenjulega slöpp samtöl af hálfu leikstjórans, hæga uppbyggingu og lítið ofbeldi, sérstaklega í ljósi þeirrar hefðar ofbeldismynda sem myndin sækir í. Nokkrum vikum síðar fylgir mynd Rodriguez í kjölfarið með sína mynd Grindhouse: Planet Terror, sem er vel við hæfi þar sem hún gerist á eftir Death Proof. Er það kunngjört með ýmsu móti í myndinni. Persónur úr fyrri myndinni öðlast til dæmis aukið vægi í þeirri seinni og á einum stað er dauða einnar söguhetjunnar úr Death Proof sérstaklega minnst. Þess utan er óhætt að segja að Rodriguez kjósi að fara þveröfuga leið en Tarantino. Planet Terror segir frá því þegar íbúar lítils smábæjar neyðast til að leggja ágreiningsefni sín til hliðar og snúa bökum saman til að verjast árás uppvakninga, sem venju samkvæmt reynast einkar sólgnir í mannakjöt og þá sér í lagi heila. Varla eru fimm mínútur liðnar af myndinni þegar blóðið byrjar að flæða og eftir það er Rodriguez ekkert að tvínóna við að koma ofbeldinu og viðbjóðnum til skila. Menn eru ýmist aflimaðir eða myrtir eða bara hvoru tveggja og erfitt að segja til um hverji komi til með að lifa blóðbaðið af. Gagnstætt því sem margir gætu talið er gildi myndarinnar ekki fólgið í öllu þessu ofbeldinu, þótt það setji vissulega sinn sjarma á hana. Þvert á móti er frásögnin keyrð áfram af einstakri frásagnargleði, spennu og hæfilegu magni af ósmekklegum bröndurum. Undirritaður man varla eftir að hafa hlegið eins mikið í bíó það sem af er árs. Samtöl, sem hafa hingað til ekki alltaf verið sterkasta hlið Rodriguez, eru síðan vel skrifuð og skemmtilega oftúlkuð af leikurunum, sem standa sig með sóma. Þar fer Rose McGowan fremst í flokki í hlutverki uppgjafar gógó-dansarans Cherry Darling, sem reynist einkum úrræðagóð í murrka lífið úr skrímsunum. Þegar öllu er á botninn hvolft er óhætt að mæla með Planet Terror, þótt viðkvæmar sálir ættu kannski að halda sér heima, og Rodriguez er að fullu fyrirgefið fyrir að hafa sent frá sér hina afleitu The Adventures of Sharkboy and Lavagirl 3-D árið 2005.
Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira