Erlent

Geispinn kælir heilann

Hann er bara að halda sér vakandi.
Hann er bara að halda sér vakandi.

Geispi er ekki ábending um súrefnisskort eins og margir halda.

Ný rannsókn sálfræðinga við Albany Háskólann í New York-ríki bendir til þess að geispi sé ekki ábendig um súrefnisskort eins og almennt hefur verið álitið. Sálfræðingarnir rannsökuðu 44 nemendur og komust að því að með því að geispa berist kalt loft til heilans og kælir hann þannig að auðveldara er fyrir viðkomandi að halda sér vakandi.

Nemendurnir voru látnir horfa á myndband af fólki að geispa en sú staðreynd er alþekkt að geispi er bráðsmitandi. Þeir nemendur sem önduðu í gegnum nefið voru ólíklegri til að geispa heldur en þeir sem önduðu með munninum. Töldu rannsakendur það stafa af því að æðar í nefholi sendi kalt loft til heilans.

Þá geispuðu þeir nemendur mun minna sem höfðu kaldan bakstur á enninu en þeir sem höfðu heitan bakstur.

Almennt hefur verið talið að fólk geispi þegar það vanti súrefni. Rannsakendur komust hins vegar að því að það hafði engin áhrif á geispa hvort súrefnismagn í blóði var hækkað eða lækkað.

Af fréttavef BBC




Fleiri fréttir

Sjá meira


×