Töffari án bílprófs 11. júlí 2007 00:15 Vignir Rafn Valþórsson Níu leikarar útskrifuðust frá Listaháskóla Íslands fyrir skemmstu og er ábyggilega ekki langt að bíða þar til andlit þeirra verða Íslendingum að góðu kunn. Á næstu dögum munu þessir nýjustu leikarar landsins sitja fyrir svörum hjá Fréttablaðinu, hver í sínu lagi. Í dag er það Vignir Rafn Valþórsson sem situr fyrir svörum. Aldur: 28 ára. Draumahlutverkið: Fjallkonan 17. júní. Bókin á náttborðinu: Ævisaga Davíðs Oddssonar og ævisaga Charles Bukowsky. Hvíta tjaldið eða leiksviðið: Bæði í einu. Hverjum er það að kenna að þú fórst í leiklist: Kennurunum mínum í menntaskóla fyrir að hafa ekki getað haldið mér yfir bókunum. Besta æskuminningin: Sitja við skítalækinn í Fossvogsdal að reykja njóla. Þú sérð gamla konu missa 5.000 kall. Hvað gerir þú? Hleyp á eftir henni með peninginn, að sjálfsögðu. Sáttur við nýju ríkisstjórnina? Ég er sáttur með að það sé komin ný ríkisstjórn. Myndir þú koma nakinn fram? Já, ekki spurning. Þú ert seinn á frumsýningu. Það er rautt ljós en enga löggu að sjá. Hvað gerirðu? Ég keyri yfir, því ég væri hvort sem er að brjóta lögin. Ég er ekki með bílpróf. Hefur þú kysst einhvern af sama kyni? Já. Versta starf sem þú hefur unnið? Þegar ég var tvo daga í byggingarvinnu, verst í heimi að sópa ryki ofan í kjallara. Ef þú værir síamstvíburi, hvern vildirðu helst hafa fastan við þig? Rithöfundinn Hunter S. Thompson. Ef þú værir einn í heiminum, hvað myndir þú gera? Ætli ég myndi ekki fara á barinn. Hað þarf mörg hrísgrjón til að mynda hrúgu? Tvö. Hver er besta vídeóleigan? Krambúðin, hún er svo ódýr. Hvernig týpa ertu? Góðhjartaður en hrokafullur töffari. Tengdar fréttir Hrófatildur í Hyde Park Breska blaðið Observer greindi frá því í fyrri viku að að fyrirhugaður skáli Ólafs Elíassonar og norska arkitektsins Ketils Thorsen við Serpentine-galleríið í London yrði ekki reistur sökum þess að þeir hefðu ekki staðist skilafrest á teikningum. 9. júlí 2007 07:00 Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Níu leikarar útskrifuðust frá Listaháskóla Íslands fyrir skemmstu og er ábyggilega ekki langt að bíða þar til andlit þeirra verða Íslendingum að góðu kunn. Á næstu dögum munu þessir nýjustu leikarar landsins sitja fyrir svörum hjá Fréttablaðinu, hver í sínu lagi. Í dag er það Vignir Rafn Valþórsson sem situr fyrir svörum. Aldur: 28 ára. Draumahlutverkið: Fjallkonan 17. júní. Bókin á náttborðinu: Ævisaga Davíðs Oddssonar og ævisaga Charles Bukowsky. Hvíta tjaldið eða leiksviðið: Bæði í einu. Hverjum er það að kenna að þú fórst í leiklist: Kennurunum mínum í menntaskóla fyrir að hafa ekki getað haldið mér yfir bókunum. Besta æskuminningin: Sitja við skítalækinn í Fossvogsdal að reykja njóla. Þú sérð gamla konu missa 5.000 kall. Hvað gerir þú? Hleyp á eftir henni með peninginn, að sjálfsögðu. Sáttur við nýju ríkisstjórnina? Ég er sáttur með að það sé komin ný ríkisstjórn. Myndir þú koma nakinn fram? Já, ekki spurning. Þú ert seinn á frumsýningu. Það er rautt ljós en enga löggu að sjá. Hvað gerirðu? Ég keyri yfir, því ég væri hvort sem er að brjóta lögin. Ég er ekki með bílpróf. Hefur þú kysst einhvern af sama kyni? Já. Versta starf sem þú hefur unnið? Þegar ég var tvo daga í byggingarvinnu, verst í heimi að sópa ryki ofan í kjallara. Ef þú værir síamstvíburi, hvern vildirðu helst hafa fastan við þig? Rithöfundinn Hunter S. Thompson. Ef þú værir einn í heiminum, hvað myndir þú gera? Ætli ég myndi ekki fara á barinn. Hað þarf mörg hrísgrjón til að mynda hrúgu? Tvö. Hver er besta vídeóleigan? Krambúðin, hún er svo ódýr. Hvernig týpa ertu? Góðhjartaður en hrokafullur töffari.
Tengdar fréttir Hrófatildur í Hyde Park Breska blaðið Observer greindi frá því í fyrri viku að að fyrirhugaður skáli Ólafs Elíassonar og norska arkitektsins Ketils Thorsen við Serpentine-galleríið í London yrði ekki reistur sökum þess að þeir hefðu ekki staðist skilafrest á teikningum. 9. júlí 2007 07:00 Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Hrófatildur í Hyde Park Breska blaðið Observer greindi frá því í fyrri viku að að fyrirhugaður skáli Ólafs Elíassonar og norska arkitektsins Ketils Thorsen við Serpentine-galleríið í London yrði ekki reistur sökum þess að þeir hefðu ekki staðist skilafrest á teikningum. 9. júlí 2007 07:00