Menning

Vinna myndir og tóna

Tríóið er hluti af Skapandi sumarstarfi Hins Hússins og vinnur ljósmyndir og tónlist út frá ýmsum þemum í sumar.
Tríóið er hluti af Skapandi sumarstarfi Hins Hússins og vinnur ljósmyndir og tónlist út frá ýmsum þemum í sumar.

Slefberi nefnist einn af hinum skapandi sumarhópum Hins Hússins. Hópinn skipa þau Logi Leó Gunnarsson, Birna Björnsdóttir og Helena Aðalsteinsdóttir.

„Við erum með ljósmynda- og tónlistarverkefni og í hverri viku vinnum við með sérstakt þema. Út frá þemanu vinnum við svo tónlist og ljósmyndir," segir Logi Leó Gunnarsson. Í þessari viku vinnur hópurinn með þemað andstæður en áður hefur hann unnið með þemu eins og staði, nærmynd, dýr og liti.



Aðspurður hvers vegna þau völdu nafnið Slefberi segir Logi Leó: „Þetta var bara orð sem kom upp þegar við leituðum að nafni en þetta þýðir víst slúðurberi og er gamalt orð yfir það."



Krakkarnir verða með sýningu á Föstudagsfiðrildi Hins Hússins næstkomandi föstudag og upplýsingar um stað og tíma má finna á vefsíðunum www.hitthusid.is og www.myspace.com/slefberi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.