U-beygja hjá Baltasar 6. júlí 2007 02:45 Baltasar Hyggst halda til Flateyjar og gera kvikmynd í gamansömum dúr. Baltasar Kormákur hyggst halda til Flateyjar í lok sumars og taka þar upp sína nýjustu kvikmynd sem verður í allt öðrum dúr en hinar fjórar. „Þetta verður í anda Four Wedding and a Funeral. Kvikmynd um alvöru fólk í gamansömum dúr," segir Baltasar sem var búinn að koma sér vel fyrir í sveitasælunni á Hofi við Höfðaströnd. Hann hyggst venda kvæði sínu í kross og leikstýra gamanmynd með blöndu af dramatík sem hefur fengið nafnið Brúðguminn. Myndin fjallar um miðaldra mann sem hyggst yngja aðeins upp og giftast tvítugri stúlku með kostulegum og grátbroslegum afleiðingum. Upphaflega stóð til að myndin yrði gerð eftir leikritinu Ívanov eftir Anton Tjekov en að sögn Baltasars þróaðist sú hugmynd frá leikritinu og varð að sjálfstæðri kvikmynd. Þeir Baltasar og Ólafur Egill Egilsson hafa unnið hörðum höndum að því að skrifa handritið og hefur sú vinna að mestu leyti farið fram á sveitabæ Baltasars, Hofi. „Ólafur er svo mikið borgarbarn að hann vissi varla hvar hann var á landinu," segir Baltasar og skellir uppúr. Að sögn Baltasars hefur þegar verið gengið frá ráðningu í öll helstu hlutverk en þau verða í höndum stórskotaliðs úr leikarastéttinni. Hilmir Snær Guðnason verður í hlutverki brúðgumans en meðal annarra leikara má nefna Þröst Leó Gunnarsson, Laufeyju Elíasdóttur, Ilmi Kristjánsdóttur og Margréti Vilhjálmsdóttur. „Þetta gæti verið þroskuð útgáfa af 101 Reykjavík og brúðguminn gæti vel verið Hlynur Björn," segir Baltasar. - Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Baltasar Kormákur hyggst halda til Flateyjar í lok sumars og taka þar upp sína nýjustu kvikmynd sem verður í allt öðrum dúr en hinar fjórar. „Þetta verður í anda Four Wedding and a Funeral. Kvikmynd um alvöru fólk í gamansömum dúr," segir Baltasar sem var búinn að koma sér vel fyrir í sveitasælunni á Hofi við Höfðaströnd. Hann hyggst venda kvæði sínu í kross og leikstýra gamanmynd með blöndu af dramatík sem hefur fengið nafnið Brúðguminn. Myndin fjallar um miðaldra mann sem hyggst yngja aðeins upp og giftast tvítugri stúlku með kostulegum og grátbroslegum afleiðingum. Upphaflega stóð til að myndin yrði gerð eftir leikritinu Ívanov eftir Anton Tjekov en að sögn Baltasars þróaðist sú hugmynd frá leikritinu og varð að sjálfstæðri kvikmynd. Þeir Baltasar og Ólafur Egill Egilsson hafa unnið hörðum höndum að því að skrifa handritið og hefur sú vinna að mestu leyti farið fram á sveitabæ Baltasars, Hofi. „Ólafur er svo mikið borgarbarn að hann vissi varla hvar hann var á landinu," segir Baltasar og skellir uppúr. Að sögn Baltasars hefur þegar verið gengið frá ráðningu í öll helstu hlutverk en þau verða í höndum stórskotaliðs úr leikarastéttinni. Hilmir Snær Guðnason verður í hlutverki brúðgumans en meðal annarra leikara má nefna Þröst Leó Gunnarsson, Laufeyju Elíasdóttur, Ilmi Kristjánsdóttur og Margréti Vilhjálmsdóttur. „Þetta gæti verið þroskuð útgáfa af 101 Reykjavík og brúðguminn gæti vel verið Hlynur Björn," segir Baltasar. -
Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira