Mýrin í nýju ljósi 3. júlí 2007 08:45 Baltasar hefur dustað rykið af Mýrinni sem nú fer á flakk milli kvikmyndahátíða í Evrópu. Tékkneska kvikmyndahátíðin í Karlovy Vary stendur nú sem hæst og eru Íslendingar áberandi þetta árið. Kvikmyndin Mýrin eftir Baltasar Kormák keppir um aðalverðlaun hátíðarinnar. „Kannski má segja að kvikmyndin Mýrin sé í keppninni á eigin forsendum. Heima voru flestir búnir að lesa bókina og gera sér einhverjar hugmyndir um hvernig persónurnar áttu að vera en hérna horfir fólk bara á kvikmyndina sem slíka," segir Baltasar Kormákur sem hefur dustað rykið af Mýrinni en kvikmyndin fer nú í ferðalag á kvikmyndahátíðir víða um heim. „Ég er búinn að vera að vinna í öðrum verkefnum og það er óneitanlega svolítið sérstakt að frumsýna hana aftur," bætir Baltasar við en í kringum tólf hundruð manns voru viðstaddir frumsýninguna. Með Baltasar í för eru Ingvar E. Sigurðsson og Atli Rafn Sigurðarson sem báðir fóru á kostum í kvikmyndinni. Þeir félagar hafa verið önnum kafnir síðan þeir komu út en tékkneskir fjölmiðlar hafa sýnt þeim og myndinni mikinn áhuga. Mýrin hlaut hreint út sagt ótrúlega aðsókn hér á landi og sló öll aðsóknarmet. Baltasar segir að henni hafi verið tekið mjög vel en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er að vænta umfjöllunar um myndina í kvikmyndabiblíunni Variety á næstu dögum. Baltasar hafði ekki heyrt af því en eftir því sem Fréttablaðið kemst næst verður sú gagnrýni á mjög jákvæðum nótum. Kynnir bæði Mýrina og Foreldra á kvikmyndahátíðinni í Karlovy Vary. Framundan hjá Mýrinni eru að minnsta kosti tíu kvikmyndahátíðir sem Mýrin fer á, þar á meðal í Danmörku en þar hefur Arnaldur Indriðason, höfundur bókarinnar, notið töluverðrar hylli. „Líf kvikmynda í sjálfstæða kvikmyndageiranum er svona, þær lifa hjá leikstjóranum í mörg ár á eftir frumsýningu," segir Baltasar en til marks um það er leikstjórinn á leið til Spánar á næstunni til að vera viðstaddur frumsýningu á A Little Trip to Heaven. Gestir Karlovy Vary fá að sjá mikið af íslenskum kvikmyndum að þessu sinni því auk Mýrinnar eru kvikmyndirnar Börn og Foreldrar eftir Ragnar Bragason sýndar sem og stuttmyndin Anna. Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Tékkneska kvikmyndahátíðin í Karlovy Vary stendur nú sem hæst og eru Íslendingar áberandi þetta árið. Kvikmyndin Mýrin eftir Baltasar Kormák keppir um aðalverðlaun hátíðarinnar. „Kannski má segja að kvikmyndin Mýrin sé í keppninni á eigin forsendum. Heima voru flestir búnir að lesa bókina og gera sér einhverjar hugmyndir um hvernig persónurnar áttu að vera en hérna horfir fólk bara á kvikmyndina sem slíka," segir Baltasar Kormákur sem hefur dustað rykið af Mýrinni en kvikmyndin fer nú í ferðalag á kvikmyndahátíðir víða um heim. „Ég er búinn að vera að vinna í öðrum verkefnum og það er óneitanlega svolítið sérstakt að frumsýna hana aftur," bætir Baltasar við en í kringum tólf hundruð manns voru viðstaddir frumsýninguna. Með Baltasar í för eru Ingvar E. Sigurðsson og Atli Rafn Sigurðarson sem báðir fóru á kostum í kvikmyndinni. Þeir félagar hafa verið önnum kafnir síðan þeir komu út en tékkneskir fjölmiðlar hafa sýnt þeim og myndinni mikinn áhuga. Mýrin hlaut hreint út sagt ótrúlega aðsókn hér á landi og sló öll aðsóknarmet. Baltasar segir að henni hafi verið tekið mjög vel en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er að vænta umfjöllunar um myndina í kvikmyndabiblíunni Variety á næstu dögum. Baltasar hafði ekki heyrt af því en eftir því sem Fréttablaðið kemst næst verður sú gagnrýni á mjög jákvæðum nótum. Kynnir bæði Mýrina og Foreldra á kvikmyndahátíðinni í Karlovy Vary. Framundan hjá Mýrinni eru að minnsta kosti tíu kvikmyndahátíðir sem Mýrin fer á, þar á meðal í Danmörku en þar hefur Arnaldur Indriðason, höfundur bókarinnar, notið töluverðrar hylli. „Líf kvikmynda í sjálfstæða kvikmyndageiranum er svona, þær lifa hjá leikstjóranum í mörg ár á eftir frumsýningu," segir Baltasar en til marks um það er leikstjórinn á leið til Spánar á næstunni til að vera viðstaddur frumsýningu á A Little Trip to Heaven. Gestir Karlovy Vary fá að sjá mikið af íslenskum kvikmyndum að þessu sinni því auk Mýrinnar eru kvikmyndirnar Börn og Foreldrar eftir Ragnar Bragason sýndar sem og stuttmyndin Anna.
Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira