Yfirlit um Georg Guðna 30. júní 2007 04:00 Myndlist Án titils 2004. Sumarsýning Listasafnsins á Akureyri, sem verður opnuð í dag, er helguð yfirliti á verkum Georgs Guðna landslagsmálara, en þar gefur að líta höfundarverk eins helsta listamanns sinnar kynslóðar. Sýningin er yfirgripsmikil og gefur gestum Listasafns Akureyrar tækifæri til að skoða verk Georgs Guðna í stóru samhengi. Samfara sýningunni kemur út á vegum Art.is stór bók með aragrúa ljósmynda af verkum Georgs Guðna frá upphafi ferils hans til okkar dags. Meginefni bókarinnar er persónuleg grein eftir safnstjórann, Hannes Sigurðsson, um stöðu listamannsins í íslenskri samtímalist þar sem höfundarverk hans er sett í hugmyndafræðilegt samhengi við straum samtíðarinnar. Í stað þess að sýna verk Guðna í réttri tímaröð er hver hinna þriggja sýningarsala safnsins tileinkaður ákveðnu minni sem oft bregður fyrir á ferli Guðna: fjöll, dalir og sjóndeildarhringur. Með því að nálgast verkin út frá þema fremur en tímaröð geta áhorfendur séð hvernig þau hafa þróast gegnum nýja fagurfræðilega og gagnrýna linsu. Þessi aðferð skapar áhorfandanum skýrar rásir gegnum myndheim listamannsins. Er óhætt að fullyrða að þessi stórsýning um brautryðjanda í endursköpun íslenska landslagsmálverksins sætir verulegum tíðindum í íslenskum myndlistarheimi. Þegar Guðni hóf nám við Myndlista- og handíðaskólann árið 1980 var málverkið nýlega aftur komið í tísku með skvettum og slettum. Eftir áratuga úthrópun ráðandi kynslóðar starfandi myndlistarmanna beggja vegna Atlantsála var ný kynslóð að stíga fram sem hafði leitað aftur á vit lita og forma, maður og land steig aftur inn í myndheiminn. Á skólaárunum gusaði Guðni málningunni á strigann, lét hana leka í dropatali eða bókstaflega rigna á léreftið. Stíll hans átti rætur að rekja til nýja expressjónismans sem fram kom upp úr 1980 og tengdist þeim menningarlegu og sögulegu straumum beggja vegna Atlantshafsins sem leiddu til loka móderníska tímabilsins. Í fréttatilkynningu Listasafnsins segir: „Það sem í fyrstu voru handahófskenndir dropar tók smám saman á sig mynd risavaxins spegilslétts lóns, undarlegs spegils sem lítur á stundum út fyrir að vera glerharður en samt svo sveigjanlegur að hægt væri að stíga í gegnum hann. Fyrst birtist landslagið á striga listamannsins, og síðan kom sjálfur listamaðurinn í ljós: Georg Guðni, landslagsmálari." Guðni var skyndilega orðinn gamaldags landslagsmálari í landi þar sem abstrakt konseptlist hafði verið við völd í meira en tvo áratugi. Þegar hann afhjúpaði verk sín í Nýlistasafninu árið 1985 urðu áhorfendur heillaðir. Persónuleg efnistök og sérstæð nálgun Guðna gerði það að verkum að honum var strax hampað og hann lauk námi sem boðberi nýrrar sýnar á eitthvað sem kallast gat séríslenskt. Hann hafði enduruppgötvað og endurreist íslensku landslagshefðina sem listheimurinn var búinn að afskrifa sem dauða og úr sér gengna. Síðan þá hafa margir myndlistarmenn fetað í fótspor Guðna þannig að úr hefur orðið nýr skóli íslenskrar landslagslistar: Húbert Nói, Guðrún Kristjánsdóttir og margir fleiri reyndu fyrir sér á gamalkunnum slóðum landslagsmálverksins. Sýningunni lýkur 19. ágúst. Aðalstyrktaraðili sýningarinnar er Norðurorka, en auk þess styrktu Orustuhóll, Gunnar Dungal og Þórdís Alda Sigurðardóttir, Sjóvá-Almennar, Sparisjóður Bolungarvíkur og Icelandair útgáfu bókarinnar. Aðrir styrktaraðilar safnsins eru Flugfélag Íslands og Flytjandi. Listasafnið á Akureyri er opið alla daga nema mánudaga kl. 12-17. Aðgangseyrir er kr. 400. Frítt á fimmtudögum. Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Sumarsýning Listasafnsins á Akureyri, sem verður opnuð í dag, er helguð yfirliti á verkum Georgs Guðna landslagsmálara, en þar gefur að líta höfundarverk eins helsta listamanns sinnar kynslóðar. Sýningin er yfirgripsmikil og gefur gestum Listasafns Akureyrar tækifæri til að skoða verk Georgs Guðna í stóru samhengi. Samfara sýningunni kemur út á vegum Art.is stór bók með aragrúa ljósmynda af verkum Georgs Guðna frá upphafi ferils hans til okkar dags. Meginefni bókarinnar er persónuleg grein eftir safnstjórann, Hannes Sigurðsson, um stöðu listamannsins í íslenskri samtímalist þar sem höfundarverk hans er sett í hugmyndafræðilegt samhengi við straum samtíðarinnar. Í stað þess að sýna verk Guðna í réttri tímaröð er hver hinna þriggja sýningarsala safnsins tileinkaður ákveðnu minni sem oft bregður fyrir á ferli Guðna: fjöll, dalir og sjóndeildarhringur. Með því að nálgast verkin út frá þema fremur en tímaröð geta áhorfendur séð hvernig þau hafa þróast gegnum nýja fagurfræðilega og gagnrýna linsu. Þessi aðferð skapar áhorfandanum skýrar rásir gegnum myndheim listamannsins. Er óhætt að fullyrða að þessi stórsýning um brautryðjanda í endursköpun íslenska landslagsmálverksins sætir verulegum tíðindum í íslenskum myndlistarheimi. Þegar Guðni hóf nám við Myndlista- og handíðaskólann árið 1980 var málverkið nýlega aftur komið í tísku með skvettum og slettum. Eftir áratuga úthrópun ráðandi kynslóðar starfandi myndlistarmanna beggja vegna Atlantsála var ný kynslóð að stíga fram sem hafði leitað aftur á vit lita og forma, maður og land steig aftur inn í myndheiminn. Á skólaárunum gusaði Guðni málningunni á strigann, lét hana leka í dropatali eða bókstaflega rigna á léreftið. Stíll hans átti rætur að rekja til nýja expressjónismans sem fram kom upp úr 1980 og tengdist þeim menningarlegu og sögulegu straumum beggja vegna Atlantshafsins sem leiddu til loka móderníska tímabilsins. Í fréttatilkynningu Listasafnsins segir: „Það sem í fyrstu voru handahófskenndir dropar tók smám saman á sig mynd risavaxins spegilslétts lóns, undarlegs spegils sem lítur á stundum út fyrir að vera glerharður en samt svo sveigjanlegur að hægt væri að stíga í gegnum hann. Fyrst birtist landslagið á striga listamannsins, og síðan kom sjálfur listamaðurinn í ljós: Georg Guðni, landslagsmálari." Guðni var skyndilega orðinn gamaldags landslagsmálari í landi þar sem abstrakt konseptlist hafði verið við völd í meira en tvo áratugi. Þegar hann afhjúpaði verk sín í Nýlistasafninu árið 1985 urðu áhorfendur heillaðir. Persónuleg efnistök og sérstæð nálgun Guðna gerði það að verkum að honum var strax hampað og hann lauk námi sem boðberi nýrrar sýnar á eitthvað sem kallast gat séríslenskt. Hann hafði enduruppgötvað og endurreist íslensku landslagshefðina sem listheimurinn var búinn að afskrifa sem dauða og úr sér gengna. Síðan þá hafa margir myndlistarmenn fetað í fótspor Guðna þannig að úr hefur orðið nýr skóli íslenskrar landslagslistar: Húbert Nói, Guðrún Kristjánsdóttir og margir fleiri reyndu fyrir sér á gamalkunnum slóðum landslagsmálverksins. Sýningunni lýkur 19. ágúst. Aðalstyrktaraðili sýningarinnar er Norðurorka, en auk þess styrktu Orustuhóll, Gunnar Dungal og Þórdís Alda Sigurðardóttir, Sjóvá-Almennar, Sparisjóður Bolungarvíkur og Icelandair útgáfu bókarinnar. Aðrir styrktaraðilar safnsins eru Flugfélag Íslands og Flytjandi. Listasafnið á Akureyri er opið alla daga nema mánudaga kl. 12-17. Aðgangseyrir er kr. 400. Frítt á fimmtudögum.
Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira