Kaupþing selur um þrettán milljarða „samúræjabréf“ 27. júní 2007 00:30 Kaupþing gefur út 25 milljarða jena í Japan á mun betri kjörum en fengust við fyrstu skuldabréfaútgáfu bankans í fyrrahaust. Eggert Þór Aðalsteinsson skrifar Kaupþing horfir í vaxandi mæli til skuldabréfaútgáfu í Asíu. Japan er orðið einn af mörgum hornsteinum í fjármögnun bankans en fyrr á árinu fékk Kaupþing lánshæfismat frá ROI, japönsku lánhæfismatsfyrirtæki. Bankinn greinir frá „samúræjaútgáfu“ í Japan í dag þar sem seld voru skuldabréf fyrir um 25 milljarða jena, um 12,5 milljarða króna, til fjárfesta en kjörin lágu ekki fyrir við gerð þessarar fréttar. Guðni Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri Fjárstýringar Kaupþings, segir að vel hafi gengið að sækja lánsfé til Japans. „Þetta er hluti af áhættudreifingu á okkar fjármögnun að sækja inn á nýja markaði. Við viljum kroppa smá upphæðir hér og þar án þess að hafa of mikil áhrif á kjörin á markaðnum.“ Hann bendir á að kjörin hafi batnað mikið frá því í september þegar Kaupþing fór í sínu fyrstu útgáfu í Japan sem nam fimmtíu milljörðum jena. Breytingar á markaðsaðstæðum valda þessu en einnig er Kaupþing orðið þekktara nafn meðal japanskra fjárfesta og hefur japanskt lánshæfismat í vasanum. Guðni segir að Kaupþing vilji sækja fjármögnun inn í Asíu. Indland, Kína og Suður-Kórea eru í sigtinu hjá Kaupþingsmönnum, meðal annars til að fylgja eftir starfseminni í Mið-Austurlöndum. Fyrr á árinu fór bankinn í fyrsta skipti inn í Kanada. Kaupþing hefur selt víkjandi skuldabréf að upphæð 250 milljónir evra, um 21 milljarður króna, til 66 fjárfesta. „Útgáfan er fyrst og fremst gerð í þeim tilgangi að mæta vexti í vaxandi banka,“ segir Guðni. Bréfin teljast með eiginfjárþætti A (Tier 1) og bera 6,75 prósenta fasta vexti án lokagjalddaga. Þau eru þó innkallanleg af hálfu útgefanda að fimm árum liðnum. „Við gerum þetta reglulega að bæta við víkjandi skuldabréfum. Markaðsaðstæður hafa verið góðar á síðustu vikum og því létum við slag standa.“ Markmið Kaupþings er að eiginfjárhlutfall A sé yfir átta prósentum en það var vel yfir þeim mörkum við lok fyrsta ársfjórðungs. Guðni segir að eiginfjárhlutfallið hækki um 0,8 prósentustig. Fjórir bankar, Citigroup, Credit Suisse, Deutsche Bank og HSBC, önnuðust útgáfuna. Viðskipti Mest lesið Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Sjá meira
Eggert Þór Aðalsteinsson skrifar Kaupþing horfir í vaxandi mæli til skuldabréfaútgáfu í Asíu. Japan er orðið einn af mörgum hornsteinum í fjármögnun bankans en fyrr á árinu fékk Kaupþing lánshæfismat frá ROI, japönsku lánhæfismatsfyrirtæki. Bankinn greinir frá „samúræjaútgáfu“ í Japan í dag þar sem seld voru skuldabréf fyrir um 25 milljarða jena, um 12,5 milljarða króna, til fjárfesta en kjörin lágu ekki fyrir við gerð þessarar fréttar. Guðni Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri Fjárstýringar Kaupþings, segir að vel hafi gengið að sækja lánsfé til Japans. „Þetta er hluti af áhættudreifingu á okkar fjármögnun að sækja inn á nýja markaði. Við viljum kroppa smá upphæðir hér og þar án þess að hafa of mikil áhrif á kjörin á markaðnum.“ Hann bendir á að kjörin hafi batnað mikið frá því í september þegar Kaupþing fór í sínu fyrstu útgáfu í Japan sem nam fimmtíu milljörðum jena. Breytingar á markaðsaðstæðum valda þessu en einnig er Kaupþing orðið þekktara nafn meðal japanskra fjárfesta og hefur japanskt lánshæfismat í vasanum. Guðni segir að Kaupþing vilji sækja fjármögnun inn í Asíu. Indland, Kína og Suður-Kórea eru í sigtinu hjá Kaupþingsmönnum, meðal annars til að fylgja eftir starfseminni í Mið-Austurlöndum. Fyrr á árinu fór bankinn í fyrsta skipti inn í Kanada. Kaupþing hefur selt víkjandi skuldabréf að upphæð 250 milljónir evra, um 21 milljarður króna, til 66 fjárfesta. „Útgáfan er fyrst og fremst gerð í þeim tilgangi að mæta vexti í vaxandi banka,“ segir Guðni. Bréfin teljast með eiginfjárþætti A (Tier 1) og bera 6,75 prósenta fasta vexti án lokagjalddaga. Þau eru þó innkallanleg af hálfu útgefanda að fimm árum liðnum. „Við gerum þetta reglulega að bæta við víkjandi skuldabréfum. Markaðsaðstæður hafa verið góðar á síðustu vikum og því létum við slag standa.“ Markmið Kaupþings er að eiginfjárhlutfall A sé yfir átta prósentum en það var vel yfir þeim mörkum við lok fyrsta ársfjórðungs. Guðni segir að eiginfjárhlutfallið hækki um 0,8 prósentustig. Fjórir bankar, Citigroup, Credit Suisse, Deutsche Bank og HSBC, önnuðust útgáfuna.
Viðskipti Mest lesið Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Sjá meira