Erlent

Slepptu fimmtíu blöðrum

Blöðrum var líka sleppt hér á landi í gær til að ítreka að Madeleine væri ekki gleymd.
Blöðrum var líka sleppt hér á landi í gær til að ítreka að Madeleine væri ekki gleymd.
Fimmtíu blöðrum var sleppt út í loftið víða um heim í gær. Það var gert til að minnast þess að fimmtíu dagar eru liðnir síðan fjögurra ára stúlkan Madeleine McCann var numin á brott úr hótelíbúð í Portúgal. Blöðrunum var sleppt til að ítreka að Madeleine væri alls ekki gleymd.

Kvöldið 3. maí fóru foreldrar stúlkunnar út að borða skammt frá hótelinu og skildu hana og tveggja ára tvíbura hennar ein eftir. Þegar foreldrar hennar komu til baka um tíuleytið var Madeleine horfin. Ekkert hefur spurst til hennar síðan þrátt fyrir umfangsmikla leit.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×