Laugarvatnshátíð 9. júní 5. júní 2007 10:26 Samtök, sem kalla mætti Vini Laugarvatns, hafa undirbúið hátíð á Laugarvatni 9. júní nk. Markmiðið er að vekja áhuga og skilning almennings og ráðamanna á viðhaldi blómlegrar byggðar á skólasetrinu Laugarvatni. Suðurland skartar margri prýði, fjölbreyttri náttúru og mannlífi og fornhelgum sögustöðum, sannkölluðum þjóðargersemum. Á síðari mannsöldrum hafa verið efldar í landinu nýjar byggðir að kalla, sem blómstrað hafa fyrir atorku nýrra kynslóða, m.a. á Suðurlandi, sem við beinum nú sjónum okkar að. Þannig ávöxtum við það sem enn er nefnt þjóðararfur í góðum og gildum ungmennafélagsanda. Þeim anda er þörf að halda við og leika með í samspili við jákvæða alþjóðahyggju. Þetta tvennt þarf að fara saman. Einn þeirra staða sem skapaðir voru og mótaðir af mannshuga og manna höndum á 20. öld, nýliðinni framfaraöld á Íslandi, er skólasetrið á Laugarvatni. Af því verki öllu saman er mikil saga, og mörg nöfn tengjast Laugarvatnssögu. Ofarlega eru nöfn hinna hugsjónaríku Laugarvatnshjóna, Böðvars og Ingunnar sem þar bjuggu við rausn um áratugi, en seldu jörð sína undir skólabyggð án fjárhagslegs ágóða. Bjarni á Laugarvatni, skólastjóri þar lengst allra manna, er höfuðkempa skólasögunnar og nafn hans uppi. Hátíðin á laugardaginn er þó nefnd Jónasarvaka, kennd við hinn eina sanna Jónas frá Hriflu sem í nafni valds síns batt enda á langvinnar deilur um skólastað með því að fyrirskipa Sunnlendingum að reisa skólann á Laugarvatni. Guðjón Samúelsson arkitekt hafði raunar löngu áður bent á þessa varmavatnskvos undir heiðarfjöllum sem vænlegastan skólastað í sveit á Suðurlandi. Um þá Jónas og Guðjón hafa oft staðið harðar deilur, lifandi og dauða. En nú kemur saman hópur lærðra manna til þess að fjalla um hlut þeirra í uppbyggingu Laugarvatns. Má með sanni ætla að þessi Jónasarhátíð verði bæði fróðleg og skemmtileg. Þar láta ljós sitt skína ekki minni menn í fræðunum en Guðjón Friðriksson, Helgi Skúli, Ívar Jónsson og Pétur Ármannsson undir styrkri stjórn Guðmundar Ólafssonar. Að þessu loknu verður haldin þjóðleg kvöldvaka með fjölbreyttri skemmtidagskrá. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður og ráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Sjá meira
Samtök, sem kalla mætti Vini Laugarvatns, hafa undirbúið hátíð á Laugarvatni 9. júní nk. Markmiðið er að vekja áhuga og skilning almennings og ráðamanna á viðhaldi blómlegrar byggðar á skólasetrinu Laugarvatni. Suðurland skartar margri prýði, fjölbreyttri náttúru og mannlífi og fornhelgum sögustöðum, sannkölluðum þjóðargersemum. Á síðari mannsöldrum hafa verið efldar í landinu nýjar byggðir að kalla, sem blómstrað hafa fyrir atorku nýrra kynslóða, m.a. á Suðurlandi, sem við beinum nú sjónum okkar að. Þannig ávöxtum við það sem enn er nefnt þjóðararfur í góðum og gildum ungmennafélagsanda. Þeim anda er þörf að halda við og leika með í samspili við jákvæða alþjóðahyggju. Þetta tvennt þarf að fara saman. Einn þeirra staða sem skapaðir voru og mótaðir af mannshuga og manna höndum á 20. öld, nýliðinni framfaraöld á Íslandi, er skólasetrið á Laugarvatni. Af því verki öllu saman er mikil saga, og mörg nöfn tengjast Laugarvatnssögu. Ofarlega eru nöfn hinna hugsjónaríku Laugarvatnshjóna, Böðvars og Ingunnar sem þar bjuggu við rausn um áratugi, en seldu jörð sína undir skólabyggð án fjárhagslegs ágóða. Bjarni á Laugarvatni, skólastjóri þar lengst allra manna, er höfuðkempa skólasögunnar og nafn hans uppi. Hátíðin á laugardaginn er þó nefnd Jónasarvaka, kennd við hinn eina sanna Jónas frá Hriflu sem í nafni valds síns batt enda á langvinnar deilur um skólastað með því að fyrirskipa Sunnlendingum að reisa skólann á Laugarvatni. Guðjón Samúelsson arkitekt hafði raunar löngu áður bent á þessa varmavatnskvos undir heiðarfjöllum sem vænlegastan skólastað í sveit á Suðurlandi. Um þá Jónas og Guðjón hafa oft staðið harðar deilur, lifandi og dauða. En nú kemur saman hópur lærðra manna til þess að fjalla um hlut þeirra í uppbyggingu Laugarvatns. Má með sanni ætla að þessi Jónasarhátíð verði bæði fróðleg og skemmtileg. Þar láta ljós sitt skína ekki minni menn í fræðunum en Guðjón Friðriksson, Helgi Skúli, Ívar Jónsson og Pétur Ármannsson undir styrkri stjórn Guðmundar Ólafssonar. Að þessu loknu verður haldin þjóðleg kvöldvaka með fjölbreyttri skemmtidagskrá. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður og ráðherra.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar