Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar 22. nóvember 2024 10:16 Ekki verður um það deilt að með því að versla í Rauðakrossbúðunum slærð þú tvær flugur í einu höggi, þú styrkir mannúðarverkefni Rauða krossins og tekur virkan þátt í endurnýtingu textíls sem dregur úr textílsóun. Endurnýting á fatnaði og textíl er mikilvægur liður í baráttunni gegn skaðlegum umhverfisáhrifum textíliðnaðarins, sem eru orðin áþreifanleg á heimsvísu. Á undanförnum árum hefur áhugi almennings á endurnýtingu fatnaðar og textíls aukist til muna. Þetta er mikilvægt skref í rétta átt, þar sem fólk hefur áttað sig á því að kaupa notaðan fatnað er ekki neyðarúrræði heldur raunverulegur og fýsilegur valkostur. Í Rauðakrossbúðunum má finna einstakan og vandaðan fatnað á mun hagstæðara verði en því sem nýr fatnaður kostar. Notaður fatnaður er bæði hagkvæmur og skemmtilegur kostur fyrir þá sem hafa áhuga á að þróa með sér áhugaverðan og öðruvísi fatastíl. Eldri fatnaður er oft vandaður og litríkur og litlar líkur á að þú mætir mörgum á förnum vegi í eins flík. Opnun Rauðakrossverslunar í Kringlunni var mikilvægur áfangi og glöggt merki um að almenningur er opnari fyrir hugmyndinni um endurnýtingu. Til að draga enn frekar úr textílsóun er nauðsynlegt að leggja meiri áherslu á innlenda endurnýtingu. Um leið þurfum við að vera meðvituð um kaup okkar og velja fatnað sem hægt verði að nota og endurnýta sem lengst. Fatasöfnun Rauða krossins gegnir mikilvægu hlutverki, bæði sem fjáröflunarverkefni fyrir mannúðarmál og sem hlekkur í hringrásarhagkerfinu. Þrátt fyrir breytingar vegna nýrra hringrásarlaga, sem fela sveitarfélögum ábyrgð á úrgangsmálum þ.m.t. textíl, ætlar Rauði krossinn að halda sinni fatasöfnun áfram óháð sveitarfélögum í nafni mannúðarmála og endurnýtingar. Tekið er við framlögum í söfnunarkassa sem staðsettir eru í Efstaleiti 9 og Skútuvogi 1 á höfuðborgarsvæðinu. Staðsetning fleiri söfnunargáma verður tilkynnt fljótlega. Þú getur haft mikil áhrif með því að taka þátt í þessari hringrás. Með því að endurnýta föt og textíl stuðlum við að sjálfbærari framtíð og sýnum að við metum bæði manneskjur og náttúruna. Það er á okkar ábyrgð að breyta hegðun okkar í þágu betri heims og vera jákvætt hreyfiafl í samfélaginu. Höfundur er teymisstjóri Fataverkefnis Rauða krossins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Skoðun Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson skrifar Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Sjá meira
Ekki verður um það deilt að með því að versla í Rauðakrossbúðunum slærð þú tvær flugur í einu höggi, þú styrkir mannúðarverkefni Rauða krossins og tekur virkan þátt í endurnýtingu textíls sem dregur úr textílsóun. Endurnýting á fatnaði og textíl er mikilvægur liður í baráttunni gegn skaðlegum umhverfisáhrifum textíliðnaðarins, sem eru orðin áþreifanleg á heimsvísu. Á undanförnum árum hefur áhugi almennings á endurnýtingu fatnaðar og textíls aukist til muna. Þetta er mikilvægt skref í rétta átt, þar sem fólk hefur áttað sig á því að kaupa notaðan fatnað er ekki neyðarúrræði heldur raunverulegur og fýsilegur valkostur. Í Rauðakrossbúðunum má finna einstakan og vandaðan fatnað á mun hagstæðara verði en því sem nýr fatnaður kostar. Notaður fatnaður er bæði hagkvæmur og skemmtilegur kostur fyrir þá sem hafa áhuga á að þróa með sér áhugaverðan og öðruvísi fatastíl. Eldri fatnaður er oft vandaður og litríkur og litlar líkur á að þú mætir mörgum á förnum vegi í eins flík. Opnun Rauðakrossverslunar í Kringlunni var mikilvægur áfangi og glöggt merki um að almenningur er opnari fyrir hugmyndinni um endurnýtingu. Til að draga enn frekar úr textílsóun er nauðsynlegt að leggja meiri áherslu á innlenda endurnýtingu. Um leið þurfum við að vera meðvituð um kaup okkar og velja fatnað sem hægt verði að nota og endurnýta sem lengst. Fatasöfnun Rauða krossins gegnir mikilvægu hlutverki, bæði sem fjáröflunarverkefni fyrir mannúðarmál og sem hlekkur í hringrásarhagkerfinu. Þrátt fyrir breytingar vegna nýrra hringrásarlaga, sem fela sveitarfélögum ábyrgð á úrgangsmálum þ.m.t. textíl, ætlar Rauði krossinn að halda sinni fatasöfnun áfram óháð sveitarfélögum í nafni mannúðarmála og endurnýtingar. Tekið er við framlögum í söfnunarkassa sem staðsettir eru í Efstaleiti 9 og Skútuvogi 1 á höfuðborgarsvæðinu. Staðsetning fleiri söfnunargáma verður tilkynnt fljótlega. Þú getur haft mikil áhrif með því að taka þátt í þessari hringrás. Með því að endurnýta föt og textíl stuðlum við að sjálfbærari framtíð og sýnum að við metum bæði manneskjur og náttúruna. Það er á okkar ábyrgð að breyta hegðun okkar í þágu betri heims og vera jákvætt hreyfiafl í samfélaginu. Höfundur er teymisstjóri Fataverkefnis Rauða krossins.
Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson Skoðun
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson Skoðun